Hæpnar forsendur lögreglu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. nóvember 2013 19:26 Lögmaður VIP Club segir tálbeitur lögreglu hafa boðið fíkniefni í skiptum fyrir kynlífsþjónustu. Lektor í lögum segir aðferðir lögreglu vafasamar. Fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn rannsökuðu starfsemi VIP Club á Austurstræti þann 21. september síðastliðinn. Grunur lék þar færi fram milliganga um vændi. Þessir lögreglumenn lýsa upplifun sinni og samskiptum við starfsfólk í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. Á grundvelli nýs og tímabundins rekstrarleyfis var VIP Club opnaður á ný föstudaginn síðstliðinn. Aðfaranótt laugardags fór 20 manna lögregluteymi inn á staðinn og lokaði. Var þetta gert á þeim forsendum að rökstuddur grunur hafi verið um vændisstarfsemi. Starfsmenn VIP sem fréttastofa ræddi við í dag fullyrða með tölu að ekkert sé til í því að vændi eða milliganga um vændi fari fram á staðnum.Áfengi, kókaín, peningar Lögmaður eigenda VIP Club, hefur kært lögreglu fyrir þessa aðgerð. Í kærunni kemur einnig fram að lögreglumennirnir hafi, 21. september, gert ítrekaðar tilraunir til að kaupa vændi bæði með áfengi og kókaíni. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í dag að engin lögbrot hafi verið framin af hálfu lögreglu. Ásakanir sem þessar séu ekki svaraverðar. Það eru ekki síst sjálfar aðferðir lögreglunnar sem vekja upp spurningar. Tveir lögreglumenn greina frá því í skýrslunni að þeir hafi drukkið áfengi, þar á meðal áttatíu þúsund króna kampavínsflösku. Einn lögreglumaður greinir frá því að hann hafi hellt viljandi úr glasi sínu þegar enginn sá til.Jón Þór Ólason lögmaður og lektor í refsirétti við HÍ.Hæpnar forsendur Jón Þór Ólason, lektor í lagadeild Háskóla Íslands, segir margt ábótavant í skýrslu lögreglu. Hann ítrekar að nauðsynlegt sé að stemma stigum við vændi en að sama skapi sé mikilvægt að fylgja settum reglum. Hann segir það vera óljóst hvort að aðgerðirnar hafi beinst að rekstrarleyfi staðarins eða vegna þess að gert væri út á nekt starfsmanna. „Ef að þessar aðgerðir beinast að rekstrarleyfinu þá er hún náttúrulega algjörlega ólögmæt og í andstöðu við þær reglur sem eru um slíkar aðgerðir, það er, þar sem tálbeitur koma við sögu,“ segir Jón Þór. Jón bendir á að sjálf forsenda málsins, að gert væri út á nekt starfsmanna, sé hæpin. Það er ekki refsivert brot í lögum, þar af leiðandi væri ekki forsenda fyrir aðgerð af þessu tagi eins og lög um tálbeitur segja til um. „Tálbeitur eiga að beinast að því að sakborningum. Þessar stúlkur, þær geta ekki orðið sakborningar. Þannig að ég get ekki séð það að notkun tálbeita gagnvart þeim sé í samræmi við reglur,“ segir Jón Þór og bætir við: „Ef að þetta er það eina sem liggur fyrir í gögnum lögreglu þá er það kannski svolítið þunnur þrettándi.“ Tengdar fréttir Eyddu mörg hundruð þúsund krónum á kampavínsklúbbi Lögreglan sendi óeinkennisklædda menn til að rannsaka starfsemi kampavínsklúbbsins VIP í september. Þar eyddu þeir mörg hundruð þúsund krónum. 17. nóvember 2013 19:34 Lögreglan hafnar ásökunum lögmanns VIP Club "Ásakanir um að lögreglan sé að halda eiturlyfjum að mönnum í skiptum fyrir upplýsingar eru ekki svaraverðar,“ segir lögreglustjóri. 18. nóvember 2013 16:20 Sakar lögregluna um valdníðslu við lokun VIP-Club Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. 17. nóvember 2013 11:40 VIP synjað um rekstrarleyfi og lokað samdægurs Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Staðurinn hefur verið rekinn með rekstrarleyfi til bráðabirgða síðan í júní, en það leyfi rann út annan nóvember síðastliðinn. Það fékkst ekki endurnýjað. 17. nóvember 2013 19:46 Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. 18. nóvember 2013 12:27 Öðrum kampavínsklúbbi lokað vegna meintrar vændisstarfsemi Lögreglan hefur lokað kampavínsklúbbnum VIP- club í Austurstræti vegna gruns um að þar hafi verið höfð milliganga um vændi. 17. nóvember 2013 00:13 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Lögmaður VIP Club segir tálbeitur lögreglu hafa boðið fíkniefni í skiptum fyrir kynlífsþjónustu. Lektor í lögum segir aðferðir lögreglu vafasamar. Fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn rannsökuðu starfsemi VIP Club á Austurstræti þann 21. september síðastliðinn. Grunur lék þar færi fram milliganga um vændi. Þessir lögreglumenn lýsa upplifun sinni og samskiptum við starfsfólk í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. Á grundvelli nýs og tímabundins rekstrarleyfis var VIP Club opnaður á ný föstudaginn síðstliðinn. Aðfaranótt laugardags fór 20 manna lögregluteymi inn á staðinn og lokaði. Var þetta gert á þeim forsendum að rökstuddur grunur hafi verið um vændisstarfsemi. Starfsmenn VIP sem fréttastofa ræddi við í dag fullyrða með tölu að ekkert sé til í því að vændi eða milliganga um vændi fari fram á staðnum.Áfengi, kókaín, peningar Lögmaður eigenda VIP Club, hefur kært lögreglu fyrir þessa aðgerð. Í kærunni kemur einnig fram að lögreglumennirnir hafi, 21. september, gert ítrekaðar tilraunir til að kaupa vændi bæði með áfengi og kókaíni. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í dag að engin lögbrot hafi verið framin af hálfu lögreglu. Ásakanir sem þessar séu ekki svaraverðar. Það eru ekki síst sjálfar aðferðir lögreglunnar sem vekja upp spurningar. Tveir lögreglumenn greina frá því í skýrslunni að þeir hafi drukkið áfengi, þar á meðal áttatíu þúsund króna kampavínsflösku. Einn lögreglumaður greinir frá því að hann hafi hellt viljandi úr glasi sínu þegar enginn sá til.Jón Þór Ólason lögmaður og lektor í refsirétti við HÍ.Hæpnar forsendur Jón Þór Ólason, lektor í lagadeild Háskóla Íslands, segir margt ábótavant í skýrslu lögreglu. Hann ítrekar að nauðsynlegt sé að stemma stigum við vændi en að sama skapi sé mikilvægt að fylgja settum reglum. Hann segir það vera óljóst hvort að aðgerðirnar hafi beinst að rekstrarleyfi staðarins eða vegna þess að gert væri út á nekt starfsmanna. „Ef að þessar aðgerðir beinast að rekstrarleyfinu þá er hún náttúrulega algjörlega ólögmæt og í andstöðu við þær reglur sem eru um slíkar aðgerðir, það er, þar sem tálbeitur koma við sögu,“ segir Jón Þór. Jón bendir á að sjálf forsenda málsins, að gert væri út á nekt starfsmanna, sé hæpin. Það er ekki refsivert brot í lögum, þar af leiðandi væri ekki forsenda fyrir aðgerð af þessu tagi eins og lög um tálbeitur segja til um. „Tálbeitur eiga að beinast að því að sakborningum. Þessar stúlkur, þær geta ekki orðið sakborningar. Þannig að ég get ekki séð það að notkun tálbeita gagnvart þeim sé í samræmi við reglur,“ segir Jón Þór og bætir við: „Ef að þetta er það eina sem liggur fyrir í gögnum lögreglu þá er það kannski svolítið þunnur þrettándi.“
Tengdar fréttir Eyddu mörg hundruð þúsund krónum á kampavínsklúbbi Lögreglan sendi óeinkennisklædda menn til að rannsaka starfsemi kampavínsklúbbsins VIP í september. Þar eyddu þeir mörg hundruð þúsund krónum. 17. nóvember 2013 19:34 Lögreglan hafnar ásökunum lögmanns VIP Club "Ásakanir um að lögreglan sé að halda eiturlyfjum að mönnum í skiptum fyrir upplýsingar eru ekki svaraverðar,“ segir lögreglustjóri. 18. nóvember 2013 16:20 Sakar lögregluna um valdníðslu við lokun VIP-Club Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. 17. nóvember 2013 11:40 VIP synjað um rekstrarleyfi og lokað samdægurs Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Staðurinn hefur verið rekinn með rekstrarleyfi til bráðabirgða síðan í júní, en það leyfi rann út annan nóvember síðastliðinn. Það fékkst ekki endurnýjað. 17. nóvember 2013 19:46 Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. 18. nóvember 2013 12:27 Öðrum kampavínsklúbbi lokað vegna meintrar vændisstarfsemi Lögreglan hefur lokað kampavínsklúbbnum VIP- club í Austurstræti vegna gruns um að þar hafi verið höfð milliganga um vændi. 17. nóvember 2013 00:13 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Eyddu mörg hundruð þúsund krónum á kampavínsklúbbi Lögreglan sendi óeinkennisklædda menn til að rannsaka starfsemi kampavínsklúbbsins VIP í september. Þar eyddu þeir mörg hundruð þúsund krónum. 17. nóvember 2013 19:34
Lögreglan hafnar ásökunum lögmanns VIP Club "Ásakanir um að lögreglan sé að halda eiturlyfjum að mönnum í skiptum fyrir upplýsingar eru ekki svaraverðar,“ segir lögreglustjóri. 18. nóvember 2013 16:20
Sakar lögregluna um valdníðslu við lokun VIP-Club Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. 17. nóvember 2013 11:40
VIP synjað um rekstrarleyfi og lokað samdægurs Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Staðurinn hefur verið rekinn með rekstrarleyfi til bráðabirgða síðan í júní, en það leyfi rann út annan nóvember síðastliðinn. Það fékkst ekki endurnýjað. 17. nóvember 2013 19:46
Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. 18. nóvember 2013 12:27
Öðrum kampavínsklúbbi lokað vegna meintrar vændisstarfsemi Lögreglan hefur lokað kampavínsklúbbnum VIP- club í Austurstræti vegna gruns um að þar hafi verið höfð milliganga um vændi. 17. nóvember 2013 00:13