Innlent

Lögreglan hafnar ásökunum lögmanns VIP Club

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna fara eftir lögum í sínum störfum.
Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna fara eftir lögum í sínum störfum.
„Ásakanir um að lögreglan sé að halda eiturlyfjum að mönnum í skiptum fyrir upplýsingar eru ekki svaraverðar,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club, kærði í dag lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. Vilhjálmur sagði í samtali við Vísi að starfsfólk staðarins fullyrtu að lögreglumenn sem voru á staðnum í tálbeituaðgerð hafi borið fé á starfsmenn og boðið eiturlyf, nánar tiltekið kókaín, í staðinn fyrir vændi.

„Engin lögbrot hafa átt sér stað af okkar hálfu,“ segir Stefán sem fagnar því að málið sé komið á borð Ríkissaksóknara sem geti þá skoðað það.

Vilhjálmur sagði að í aðgerðinni hefði komið í ljós að engin vændissala færi fram á VIP Club og lögreglumönnunum hafi ekki tekist að kaupa vændi á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×