Seldu yfir milljón eintök af Playstation 4 á einum sólahring Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2013 10:39 nordicphotos/epa Sala á nýrri Playstation 4 leikjatölvu fór vel af stað í Bandaríkjunum um helgina en raftækjafyrirtækið Sony seldi yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn. Salan hófst föstudaginn 15. nóvember. Um er að ræða nýtt met í sölu á leikjatölvum en Sony átti fyrra metið þegar fyrirtækið gaf út Playstation 3 árið 2006. Microsoft, aðal samkeppnisaðili Sony, mun hefja sölu á nýrri leikjatölvu síðar í þessari viku þegar Xbox One fer í almenna sölu. Playstation 4 mun kosta 100 dollurum minna en XBox One. „Salan fór betur af stað en við höfðum búist við,“ sagði Koki Shiraishi, sölustjóri Sony í samtali við erlenda fjölmiðla. „Við erum samt sem áður mest að horfa til sölunnar fyrsta mánuðinn og hvernig okkur tekst til á þeim tíma.“ Sony mun hafa nægilega margar leikjatölvur á lager til að geta unað eftirspurn framyfir jól en talið er að fyrirtækið geti selt um fimm milljónir slíkar fyrir mars á næsta ári. Sony seldi 197.000 Playstation 3 leikjatölvur á fyrsta mánuðinum árið 2006 og því gefur að skilja að eftirspurnin eftir slíkum tölvum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Leikjavísir Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Sala á nýrri Playstation 4 leikjatölvu fór vel af stað í Bandaríkjunum um helgina en raftækjafyrirtækið Sony seldi yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn. Salan hófst föstudaginn 15. nóvember. Um er að ræða nýtt met í sölu á leikjatölvum en Sony átti fyrra metið þegar fyrirtækið gaf út Playstation 3 árið 2006. Microsoft, aðal samkeppnisaðili Sony, mun hefja sölu á nýrri leikjatölvu síðar í þessari viku þegar Xbox One fer í almenna sölu. Playstation 4 mun kosta 100 dollurum minna en XBox One. „Salan fór betur af stað en við höfðum búist við,“ sagði Koki Shiraishi, sölustjóri Sony í samtali við erlenda fjölmiðla. „Við erum samt sem áður mest að horfa til sölunnar fyrsta mánuðinn og hvernig okkur tekst til á þeim tíma.“ Sony mun hafa nægilega margar leikjatölvur á lager til að geta unað eftirspurn framyfir jól en talið er að fyrirtækið geti selt um fimm milljónir slíkar fyrir mars á næsta ári. Sony seldi 197.000 Playstation 3 leikjatölvur á fyrsta mánuðinum árið 2006 og því gefur að skilja að eftirspurnin eftir slíkum tölvum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.
Leikjavísir Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira