Sport

Haye ráðlagt að leggja hanskana á hilluna

David Haye.
David Haye.
Hinn umdeildi hnefaleikakappi, Bretinn David Haye, þarf væntanlega að leggja hanskana á hilluna á nýjan leik eftir að hafa gengist undir stóra aðgerð á öxl.

Læknar hafa ráðlagt honum að þetta sé orðið gott hjá honum. Aðgerðin tók fimm tíma og fór fram í Þýskalandi.

"Hnefaleikaguðirnir halda áfram að gefa í skyn að það sé komið nóg af boxi hjá mér. Þetta er kjaftshögg fyrir mig. Svona vildi ég ekki enda árið en kannski á þetta að vera svona," sagði Haye.

Haye lagði hanskana upprunalega á hilluna í október árið 2011 eða þrem mánuðum eftir að hann tapaði illa fyrir Wladimir Klitschko. Hann snéri þó aftur ári síðar.

"Ég er búinn að boxa í 23 ár og það hefur tekið sinn toll á skrokknum. Ég ætlaði mér stóra hluti á næsta ári og átti ekki von á að vera svona óheppinn."

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×