Fótbolti

Kári: Ólafur varð að brjóta

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
„Eftir á að hyggja er frábært að ná 0-0. Við erum einum færri hálfan leikinn,“ sagði Kári Árnason sem átti frábæran dag í vörn Íslands í umspilsleiknum gegn Króatíu í kvöld.

„Þeir sköpuðu ekki mörg færi og mér fannst við aldrei vera í virkilegum vandræðum með þá.

„Mér fannst hann verða gera þetta. Ef hann hefði sleppt honum í gegn og þeir skorað hefði verið að brattann að sækja. Í rauninni heldur hann okkur inni í þessu,“ sagði Kári Árnason um rauða spjaldið sem Ólafur Ingi Skúlason fékk í leiknum.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×