Fótbolti

Miðarnir seldust upp á sex mínútum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / vilhelm
Nú er endanlega orðið uppselt á leik Íslands og Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu á næsta ári en miðarnir fóru á sex mínútum.

300 miðar fóru í sölu á mida.is klukkan tvö í dag af þeirri ástæðu að færri króatískir áhorfendur komu til landsins en fyrst var gert ráð fyrir.

Því gat KSÍ selt 300 miða aukalega en þeir áhorfendur sitja í hólfi K og í næsta hólfi við stuðningsmenn Króata.

Töluvert hægðist á vefsíðu mida.is um leið og miðasalan hófst og greinilega mikið álag á síðunni.

Það var gagnrýnt töluvert á dögunum þegar KSÍ hóf miðasöluna á leikinn um miðja nótt og var ástæðan fyrir þeirri ákvörðun að kerfið myndi jafnvel ekki ráða við álagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×