Lífið

Eik Haraldsdóttir er Jólastjarnan 2013

Eik Haraldsdóttir var valin Jólastjarna Björgvins árið 2013. Valið var tilkynnt í Íslandi í dag nú í kvöld. Hún átti ekki von á sigri þegar Gunnar Helgason tilkynnti henni um sigurinn á Akureyri í gær eins og sást í þættinum.

Eik var valin úr hópi mörg hundruð umsækjenda sem sendu inn lag hingað á Vísi nú í október. 

Dómnefnd valdi tíu bestu söngvarana til að mæta í prufur sem voru sýndar í Íslandi í dag síðastliðið föstudagskvöld. Þar var Eik meðal keppenda. Hún söng Majonesjól með Bogomil Font og Ben með Michael Jackson og heillaði dómnefndina upp úr skónum.

Hægt er að horfa á flutning Eikar í spilaranum hér fyrir ofan. Á Vísi Sjónvarp má síðan sjá fyrri Jólastjörnuþáttinn, auk flutning allra tíu keppendanna í flokknum Jólastjarnan undir Íslandi í dag. Jólastjörnumyndböndin hafa notið mikilla vinsælda síðan þau voru sett í loftið hér á Vísi um síðustu helgi og hefur verið horft á þau um hundrað þúsund sinnum.

Eik kemur fram með Jólagestum Björgvins í Höllinni þann 14. desember. Hinir níu söngvararnir sem komust í úrslitahópinn munu einnig koma fram á tónleikunum.

Í dómnefnd Jólastjörnunnar voru Björgvin Halldórsson söngvari, Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona, Gunnar Helgason leikstjóri og Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari. Undirleikari söngvara var Pálmi Sigurhjartarson.


Tengdar fréttir

Tíu stúlkur í úrslitum

Tíu keppendur kepptu í kvöld í Jólastjörnunni 2013. Alls skráðu tæplega 500 krakkar sig til leiks á Vísi, og nú standa einungis 10 eftir.

Tíu Jólastjörnur í úrslit

Tíu ungmenni sem komin eru í úrslit Jólastjörnunnar 2013 hittu dómnefndina í gær í úrslitaprufum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.