Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 96-72 | Ljónin lentu á vegg í DHL-Höllinni Sigmar Sigfússon í DHL-höllinni skrifar 14. nóvember 2013 11:01 Myndir/Valli KR-ingar sigruðu Njarðvík, 96-72, í DHL-Höllinni í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Njarðvík átti aldrei möguleika á móti frábæru liði KR sem lék á alls oddi. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og gáfu strax tóninn í upphafi. Njarðvíkingar voru ekki að hitta vel og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Eftir því sem leið á leikinn bættu KR-ingar við forystuna og voru að spila vel. Duglegir í fráköstum og með góða skotnýtingu. Hinn ungi leikmaður KR, Martin Hermannsson, spilaði frábærlega í leiknum og var kominn með 17 stig eftir 20 mínútur. Njarðvík var ekki að finna sig í sókninni en Elvar Már Friðriksson hélt lífi í leik þeirra grænklæddu á löngum köflum. KR spilaði grimma vörn og þeir stálu boltanum hvað eftir annað af Njarðvíkingum. KR-ingar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fóru á kostum. Skotnýting Ljónanna skánaði ekki mikið og leikmenn Njarðvíkur voru farnir að verða pirraðir. Í lok leikhlutans voru þeir röndóttu komnir með 33 stiga forystu. Njarðvík klóraði aðeins í bakkann á síðustu mínútunum þegar að KR var farið að rúlla á sínu liði og leyfa minni spámönnum að spila. Lokatölur í DHL-Höllinni í kvöld voru, 96-72, auðveldur 24 stiga sigur KR-inga. Martin Hermannsson heldur áfram að spila frábærlega fyrir KR í deildinni en hann skoraði 24 stig og var stigahæstur heimamanna. Hjá Njarðvík var Elvar Már Friðriksson þeirra langbesti maður og skoraði 28 stig. Hann var á löngum köflum sá eini með lífsmarki hjá Njarðvíkingum.Tölfræðin úr leiknumKR: Martin Hermannsson 24/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/16 fráköst/7 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14, Darri Hilmarsson 14/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 12, Terry Leake Jr. 12/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 4.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 28/6 fráköst, Nigel Moore 11/7 fráköst, Ágúst Orrason 10, Logi Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Óli Ragnar Alexandersson 4, Friðrik E. Stefánsson 3/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1.Finnur: Gaman að sjá sex leikmenn yfir tíu stigum „Ég er virkilega ánægður með frammistöðu míns liðs í kvöld,“ sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR-inga, eftir leikinn og bætti við: „Mér fannst við þó slaka fullmikið á hérna undir lokin en það er kannski eðlilegt þegar lið eru komin 30 stigum yfr og stór leikur á mánudaginn.“ „Njarðvíkingar voru að koma úr tvöfaldri framlengingu á móti Þórsurum á sunnudaginn. Stundum hitta lið á slæman dag sem Njarðvíkingar vissulega gerðu í dag. En við berum mikla virðingu fyrir þeim engu að síður,“ sagði Finnur þegar minnst var á slaka frammistöðu gestanna í leiknum. „Við vorum töluvert betri aðilinn hérna í kvöld og getum ekki verið sáttari með úrslitin. Við skerptum á okkar varnarleik fyrir leikinn og strákarnir eiga mikið hrós fyrir það hvernig þeir mættu í leikinn. Menn mættu grimmir og það var góður talandi í liðinu allan tíman.“ "Það var gaman að sjá sex leikmenn yfir tíu stigum í kvöld,“ sagði Finnur að lokum.Einar: Við vorum andlausir„Við áttum alls ekki góðan dag hérna Vesturbænum í kvöld. Það er alveg sama á hvaða þætti í leiknum er horft á,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvík, ósáttur eftir leikinn. „Við vorum andlausir fyrir það fyrsta og þegar að það vantar andann og kraftinn sem á að einkenna okkar leik að þá er ansi mikið farið.“ „En við verðum að gefa KR-ingum að þér voru að spila virkilega vel. Þeir ýttu okkur út úr öllu. Mínir menn voru hikandi, hittu illa og spiluðum enga vörn.“ „í stuttu máli að þá vorum við lakari en þeir á öllum sviðum leiksins,“ sagði Einar að lokum. Leiklýsing: KR - Njarðvík:Leik lokið (96-72) : Sigurinn aldrei í hættu. Heimamenn miklu betri á öllum sviðum í leiknum og Njarðvíkingar áttu ekki góðan dag hérna í DHL-Höllinni. KR-ingar sigra með 24 stigum.38. mínúta (94-63) : Njarðvíkingar aðeins að sækja í sig veðrið hérna í lokin. KR er farið að rúlla á mannskapnum.36. mínúta (92-58) : Ágúst Orrason að hitta vel af þriggjastigalínunni. Nigel Moore bætir öðrum þrist við fyrir Njarðvíkinga.34. mínúta (86-52) : Pavel setti niður þrist fyrir KR-inga.32. mínúta (81-52) : Magni Hafsteinsson fiskar villu og setti annað skotið niður. Ágúst Orrason svara hinum megin með þrist.Þriðja leikhluta lokið (78-45) : Njarðvík virðast ekki ætla að rífa sig upp í leiknum. KR-ingar halda sínu striki og eru komnir með 33 stiga forystu þegar 10 mínútur eru eftir. Njarðvík lenti á vegg hérna í kvöld.28. mínúta (78-39) : Martin Hermannson heldur áfram að skora fyrir KR-inga og setti niður þrist. Hraðinn í leiknum er rosalegur. Elvar svarar með þrist hinum megin.26. mínúta (73-36) : Magni stelur tveimur boltum í röð af Njarðvíkingum og Martin brunar fram og skorar. Virkilega góð vörn hjá heimamönnum.24. mínúta (67-34) : KR-ingar eru hreinlega að stinga af. Heimamenn komnir með 33 stiga forystu og ekkert í kortunum hjá Njarðvíkingum þessa stundina.22. mínúta (63-32) : Bæði lið voru ekki að finna körfuna á fyrstu mínútum leikhlutans. En Magni Hafsteinsson í KR setur niður fyrstu stigin og Darri bætir tveimur við.Hálfleikur (59-32) : KR-ingar voru miklu sterkari en Njarðvík á ölluð sviðum í fyrri hálfleik. Grimmari undir körfunni, hitta betur og mun líklegri. Lykilmenn eins og Logi Gunnarsson er ekki búinn að vera hitta vel fyrir Ljónin. Ungu leikmennirnir Elvar og Martin voru sterkustu leikmenn sinna liða í hálfleiknum. Martin með 17 stig og Elvar með 11 stig.18. mínúta (59-30) : Lykilmenn hjá Njarðvík eru ekki að hitta vel á meðan KR-ingar eru að finna körfuna hvað eftir annað.16. mínúta (54-26) : Villurnar hrannast inn hjá báðum liðum þessa stundin. Martin heldur áfram að sýna flotta takta fyrir KR-inga og er kominn með 15 stig.14. mínúta (45-22) : Martin átti glæsilegan sprett þar sem hann fór framhjá hverjum manninum á eftir öðrum og skoraði flotta körfu. Fékk villu dæmda á Njarðvík í leiðinni og setti vítaskotið niður. Vel gert.12. mínúta (40-17) : KR-ingar halda áfram að spila vel og hitta vel. Njarðvíkingar eru að gera klaufaleg mistök í sóknarleik sínum. Terry Leake, nýji kaninn í KR skoraði tvær körfur í röð fyrir heimamenn og fiskaði villu. KR-ingar að stinga af.Fyrsta leikhluta lokið (33-17) : Heimamenn byrjuðu mun betur og voru heilt yfir betri í leikhlutanum. Njarðvíkingar voru lengi að finna taktinn en áttu ágætis lokamínútur og komu ser betur inn í leikinn. Pavel Ermolinskj átti glæsilega lokakörfu fyrir KR.8: mínúta (25-15) : Elvar Már fiskar hverja villuna á eftir annari á KR-inga. En Martin setti góðan þrist niður og kveikir í áhorfendum.6. mínúta (19-10) : Ágúst Orrason setur niður mikilvæga körfu fyrir Njarðvík og Elvar Már strax aðra í kjölfarið.4. mínúta (14-6) : Njarðvíkingar eru að finna taktinn en KR-ingar eru mun öflugri þessa stundina.3. mínúta (7-0): Njarðvík tekur leikhlé. Þeim gengur illa að skora hérna í upphafi.2. mínúta (5-0) : Darri Hilmarsson setti fyrstu stig leiksins niður og fékk villu og vítaskot að auki. Darri hitti ekki úr vítinu. Njarðvíkingum gengur illa að hitta í körfuna í sínu fyrstu sóknum Martin skoraði í næstu sókn fyrir KR.Fyrir leik: Korter í leik og áhorfendum streymir inn í DHL-Höllina.Fyrir leik: KR hefur gert tímabundinn samning við Bandaríkjamanninn Terry Leake jr. Terry hefur leikið með ÍR í upphafi móts en var leystur undan samningi í gær þar sem ÍR-ingar töldu sig þurfa öðruvísi leikmann sem hentaði þeirra þörfum betur. Hann spilar sinn fyrsta leik í kvöld.Fyrir leik: Hjá Njarðvík hefur Elvar Már Friðriksson farið á kostum og er með 25.6 stig að meðaltali í leik og 7.6 stoðsendingar. Nigel Moore tekur flest fráköst fyrir þá grænklæddu eða 9.4 í leik.Fyrir leik: Bestu leikmenn KR í fyrstu fimm leikjunum eru Martin Hermannson sem er með 19.3 stig í leik og Pavel Ermolinskj með 12.2 fráköst. Pavel er einnig stoðsendingahæstur með 5.8 stoðsendingar í leik.Fyrir leik: Njarðvík hefur einnig verið að spila vel í deildinni og eru í 3. sæti. Unnið fjóra leiki og tapað einum. Ljónin gjörsigruðu Skallagrím í síðustu umferð með fimmtíu stigum.Fyrir leik: KR-ingar eru í 2. sæti deildarinnar með fimm sigra í fimm leikjum. Liðið sigraði KFÍ nokkuð þægilega í síðustu umferð á Ísafirði.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Njarðvíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
KR-ingar sigruðu Njarðvík, 96-72, í DHL-Höllinni í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Njarðvík átti aldrei möguleika á móti frábæru liði KR sem lék á alls oddi. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og gáfu strax tóninn í upphafi. Njarðvíkingar voru ekki að hitta vel og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Eftir því sem leið á leikinn bættu KR-ingar við forystuna og voru að spila vel. Duglegir í fráköstum og með góða skotnýtingu. Hinn ungi leikmaður KR, Martin Hermannsson, spilaði frábærlega í leiknum og var kominn með 17 stig eftir 20 mínútur. Njarðvík var ekki að finna sig í sókninni en Elvar Már Friðriksson hélt lífi í leik þeirra grænklæddu á löngum köflum. KR spilaði grimma vörn og þeir stálu boltanum hvað eftir annað af Njarðvíkingum. KR-ingar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fóru á kostum. Skotnýting Ljónanna skánaði ekki mikið og leikmenn Njarðvíkur voru farnir að verða pirraðir. Í lok leikhlutans voru þeir röndóttu komnir með 33 stiga forystu. Njarðvík klóraði aðeins í bakkann á síðustu mínútunum þegar að KR var farið að rúlla á sínu liði og leyfa minni spámönnum að spila. Lokatölur í DHL-Höllinni í kvöld voru, 96-72, auðveldur 24 stiga sigur KR-inga. Martin Hermannsson heldur áfram að spila frábærlega fyrir KR í deildinni en hann skoraði 24 stig og var stigahæstur heimamanna. Hjá Njarðvík var Elvar Már Friðriksson þeirra langbesti maður og skoraði 28 stig. Hann var á löngum köflum sá eini með lífsmarki hjá Njarðvíkingum.Tölfræðin úr leiknumKR: Martin Hermannsson 24/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/16 fráköst/7 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14, Darri Hilmarsson 14/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 12, Terry Leake Jr. 12/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 4.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 28/6 fráköst, Nigel Moore 11/7 fráköst, Ágúst Orrason 10, Logi Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Óli Ragnar Alexandersson 4, Friðrik E. Stefánsson 3/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1.Finnur: Gaman að sjá sex leikmenn yfir tíu stigum „Ég er virkilega ánægður með frammistöðu míns liðs í kvöld,“ sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR-inga, eftir leikinn og bætti við: „Mér fannst við þó slaka fullmikið á hérna undir lokin en það er kannski eðlilegt þegar lið eru komin 30 stigum yfr og stór leikur á mánudaginn.“ „Njarðvíkingar voru að koma úr tvöfaldri framlengingu á móti Þórsurum á sunnudaginn. Stundum hitta lið á slæman dag sem Njarðvíkingar vissulega gerðu í dag. En við berum mikla virðingu fyrir þeim engu að síður,“ sagði Finnur þegar minnst var á slaka frammistöðu gestanna í leiknum. „Við vorum töluvert betri aðilinn hérna í kvöld og getum ekki verið sáttari með úrslitin. Við skerptum á okkar varnarleik fyrir leikinn og strákarnir eiga mikið hrós fyrir það hvernig þeir mættu í leikinn. Menn mættu grimmir og það var góður talandi í liðinu allan tíman.“ "Það var gaman að sjá sex leikmenn yfir tíu stigum í kvöld,“ sagði Finnur að lokum.Einar: Við vorum andlausir„Við áttum alls ekki góðan dag hérna Vesturbænum í kvöld. Það er alveg sama á hvaða þætti í leiknum er horft á,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvík, ósáttur eftir leikinn. „Við vorum andlausir fyrir það fyrsta og þegar að það vantar andann og kraftinn sem á að einkenna okkar leik að þá er ansi mikið farið.“ „En við verðum að gefa KR-ingum að þér voru að spila virkilega vel. Þeir ýttu okkur út úr öllu. Mínir menn voru hikandi, hittu illa og spiluðum enga vörn.“ „í stuttu máli að þá vorum við lakari en þeir á öllum sviðum leiksins,“ sagði Einar að lokum. Leiklýsing: KR - Njarðvík:Leik lokið (96-72) : Sigurinn aldrei í hættu. Heimamenn miklu betri á öllum sviðum í leiknum og Njarðvíkingar áttu ekki góðan dag hérna í DHL-Höllinni. KR-ingar sigra með 24 stigum.38. mínúta (94-63) : Njarðvíkingar aðeins að sækja í sig veðrið hérna í lokin. KR er farið að rúlla á mannskapnum.36. mínúta (92-58) : Ágúst Orrason að hitta vel af þriggjastigalínunni. Nigel Moore bætir öðrum þrist við fyrir Njarðvíkinga.34. mínúta (86-52) : Pavel setti niður þrist fyrir KR-inga.32. mínúta (81-52) : Magni Hafsteinsson fiskar villu og setti annað skotið niður. Ágúst Orrason svara hinum megin með þrist.Þriðja leikhluta lokið (78-45) : Njarðvík virðast ekki ætla að rífa sig upp í leiknum. KR-ingar halda sínu striki og eru komnir með 33 stiga forystu þegar 10 mínútur eru eftir. Njarðvík lenti á vegg hérna í kvöld.28. mínúta (78-39) : Martin Hermannson heldur áfram að skora fyrir KR-inga og setti niður þrist. Hraðinn í leiknum er rosalegur. Elvar svarar með þrist hinum megin.26. mínúta (73-36) : Magni stelur tveimur boltum í röð af Njarðvíkingum og Martin brunar fram og skorar. Virkilega góð vörn hjá heimamönnum.24. mínúta (67-34) : KR-ingar eru hreinlega að stinga af. Heimamenn komnir með 33 stiga forystu og ekkert í kortunum hjá Njarðvíkingum þessa stundina.22. mínúta (63-32) : Bæði lið voru ekki að finna körfuna á fyrstu mínútum leikhlutans. En Magni Hafsteinsson í KR setur niður fyrstu stigin og Darri bætir tveimur við.Hálfleikur (59-32) : KR-ingar voru miklu sterkari en Njarðvík á ölluð sviðum í fyrri hálfleik. Grimmari undir körfunni, hitta betur og mun líklegri. Lykilmenn eins og Logi Gunnarsson er ekki búinn að vera hitta vel fyrir Ljónin. Ungu leikmennirnir Elvar og Martin voru sterkustu leikmenn sinna liða í hálfleiknum. Martin með 17 stig og Elvar með 11 stig.18. mínúta (59-30) : Lykilmenn hjá Njarðvík eru ekki að hitta vel á meðan KR-ingar eru að finna körfuna hvað eftir annað.16. mínúta (54-26) : Villurnar hrannast inn hjá báðum liðum þessa stundin. Martin heldur áfram að sýna flotta takta fyrir KR-inga og er kominn með 15 stig.14. mínúta (45-22) : Martin átti glæsilegan sprett þar sem hann fór framhjá hverjum manninum á eftir öðrum og skoraði flotta körfu. Fékk villu dæmda á Njarðvík í leiðinni og setti vítaskotið niður. Vel gert.12. mínúta (40-17) : KR-ingar halda áfram að spila vel og hitta vel. Njarðvíkingar eru að gera klaufaleg mistök í sóknarleik sínum. Terry Leake, nýji kaninn í KR skoraði tvær körfur í röð fyrir heimamenn og fiskaði villu. KR-ingar að stinga af.Fyrsta leikhluta lokið (33-17) : Heimamenn byrjuðu mun betur og voru heilt yfir betri í leikhlutanum. Njarðvíkingar voru lengi að finna taktinn en áttu ágætis lokamínútur og komu ser betur inn í leikinn. Pavel Ermolinskj átti glæsilega lokakörfu fyrir KR.8: mínúta (25-15) : Elvar Már fiskar hverja villuna á eftir annari á KR-inga. En Martin setti góðan þrist niður og kveikir í áhorfendum.6. mínúta (19-10) : Ágúst Orrason setur niður mikilvæga körfu fyrir Njarðvík og Elvar Már strax aðra í kjölfarið.4. mínúta (14-6) : Njarðvíkingar eru að finna taktinn en KR-ingar eru mun öflugri þessa stundina.3. mínúta (7-0): Njarðvík tekur leikhlé. Þeim gengur illa að skora hérna í upphafi.2. mínúta (5-0) : Darri Hilmarsson setti fyrstu stig leiksins niður og fékk villu og vítaskot að auki. Darri hitti ekki úr vítinu. Njarðvíkingum gengur illa að hitta í körfuna í sínu fyrstu sóknum Martin skoraði í næstu sókn fyrir KR.Fyrir leik: Korter í leik og áhorfendum streymir inn í DHL-Höllina.Fyrir leik: KR hefur gert tímabundinn samning við Bandaríkjamanninn Terry Leake jr. Terry hefur leikið með ÍR í upphafi móts en var leystur undan samningi í gær þar sem ÍR-ingar töldu sig þurfa öðruvísi leikmann sem hentaði þeirra þörfum betur. Hann spilar sinn fyrsta leik í kvöld.Fyrir leik: Hjá Njarðvík hefur Elvar Már Friðriksson farið á kostum og er með 25.6 stig að meðaltali í leik og 7.6 stoðsendingar. Nigel Moore tekur flest fráköst fyrir þá grænklæddu eða 9.4 í leik.Fyrir leik: Bestu leikmenn KR í fyrstu fimm leikjunum eru Martin Hermannson sem er með 19.3 stig í leik og Pavel Ermolinskj með 12.2 fráköst. Pavel er einnig stoðsendingahæstur með 5.8 stoðsendingar í leik.Fyrir leik: Njarðvík hefur einnig verið að spila vel í deildinni og eru í 3. sæti. Unnið fjóra leiki og tapað einum. Ljónin gjörsigruðu Skallagrím í síðustu umferð með fimmtíu stigum.Fyrir leik: KR-ingar eru í 2. sæti deildarinnar með fimm sigra í fimm leikjum. Liðið sigraði KFÍ nokkuð þægilega í síðustu umferð á Ísafirði.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Njarðvíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira