Svarti markaðurinn nötrar Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2013 13:37 Þeir sem keyptu miða með það fyrir augum að selja aftur gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði, segir Magnús Þór Torfason hagfræðingur. Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira