Innlent

Vilborg á hæsta tindi Eyjaálfu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vilborg ásamt gönguhópi á leið upp á Elbrus, hæsta fjall Evrópu.
Vilborg ásamt gönguhópi á leið upp á Elbrus, hæsta fjall Evrópu.
Vilborg Arna Gissurardóttir komst á hæsta tind Eyjaálfu, Carstenzs Pyramid í Indónesíu í nótt eða klukkan 10:00 að staðartíma. Á vefdagbók sinni segir Vilborg daginn hafa verið krefjandi og um mjög tæknilega leið hafi verið að ræða. „Enda  var þetta um 12 tíma klettaklifur upp og niður á þessum tinda degi. 5 af 6 manns í hópnum komust á toppinn, ein þurfti að hætta við sökum hæðarveiki.“

Núna er gönguhópurinn í grunnbúðum fjallsins að bíða eftir burðamönnum sem munu fara með þau í gegnum frumskóginn. „Við vonumst til að þeir komi seint á morgun og við áætlum að það muni taka um 4 daga.“

Vilborg ætlar sér að komast á tinda hæstu fjalla í hverri heimsálfu og hefur nú þegar farið á tind Denali í Norður Ameríku og Elbrus í Evrópu, auk Carstenzs Pyramid. Nú á hún fjögur fjöll eftir, það síðasta er Mt. Everest. Til stendur að klífa það í apríl eða maí á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×