Hollvinir gagnrýna útvarpsstjóra Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2013 09:42 Hollvinir ríkisútvarpsins eru ósáttir við Pál auk þess sem þeir telja pólitísk öfl reyna að eyðileggja stofnunina. Hollvinir Ríkisútvarpsins mótmæla hversu klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum á RÚV nú í vikunni. Þetta kemur fram í ályktun sem sá félagsskapur sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar er talað um að uppsagnirnar séu reiðarslag fyrir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Ályktunin felur í sér alvarlega gagnrýni á yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá þar með Pál Magnússon: „Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.“ Að auki nefna Hollvinirnir það að pólitísk öfl viljið eyðileggja stofnunina.Ályktunin í heild sinni er á þessa leið:Samþykkt stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins 28.11. 2013Fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði og fjöldauppsögnum á ríkisútvarpinu komu sem reiðarslag yfir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Með þessu fékkst hins vegar að hluta svar við nokkrum spurningum sem Hollvinir Ríkisútvarpsins sendu menningarmálaráðherra í sumar en var svarað fyrr í haust með þeim útúrsnúningi að ráðherra hefði þegar svarað þeim öllum í fjölmiðlum.Nú hefur verið tilkynnt að sagt verði upp sem svarar 60 stöðugildum hjá ríkisútvarpinu og þar af komi 39 uppsagnir til framkvæmda nú þegar. Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.Á síðustu fimm árum hefur verið dregið saman í rekstri Ríkisútvarpsins um fimmtung og vandséð er að þegar þetta bætist við geti stofnunin staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar um rekstur almannaútvarps á Íslandi.Samtökin Hollvinir ríkisútvarpsins voru stofnuð um síðustu aldamót til að berjst gegn hugmyndum um einkavæðingu þess. Þau lögðust eindregið gegn því að rekstrarforminu yrði breytt úr ríkisstofnun í opinbert hlutafélag og gáfu lítið fyrir þau rök að það væri rekstrarform sem hentaði vel. Ekki er að sjá að rekstrarformið hafi orðið til bjargar á tímum erfiðs efnahags. Þvert á móti.Ekki verður annað séð en pólitísk öfl, sem lengi hafa haft horn í síðu Ríkisútvarpsins, vinni leynt og ljóst að því að eyðileggja stofnunina. Ef pólitískt markmið stjórnvalda er að selja Ríkisútvarpið er með þessu hins vegar verið að lækka markaðsvirði þess og gæti vaknað grunur um að tilgangurinn væri að vildarvinir þeirra sem nú fara með völdin ættu auðveldara með kaupin. Þegar litið er á nöfn þeirra sem sagt hefur verið upp virðist sem einkum sé verið að grafa undan Rás 1 og Fréttastofu ríkisútvarpsins og spilla þar með þeim yfirburðum sem RÚV hefur haft til að geta kallast almannaútvarp.Fyrir hönd stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins,Þorgrímur Gestsson,formaðurViðar HreinssonÞór MagnússonRagnheiður TryggvadóttirValgeir Sigurðsson Mest lesið Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Hollvinir Ríkisútvarpsins mótmæla hversu klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum á RÚV nú í vikunni. Þetta kemur fram í ályktun sem sá félagsskapur sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar er talað um að uppsagnirnar séu reiðarslag fyrir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Ályktunin felur í sér alvarlega gagnrýni á yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá þar með Pál Magnússon: „Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.“ Að auki nefna Hollvinirnir það að pólitísk öfl viljið eyðileggja stofnunina.Ályktunin í heild sinni er á þessa leið:Samþykkt stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins 28.11. 2013Fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði og fjöldauppsögnum á ríkisútvarpinu komu sem reiðarslag yfir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Með þessu fékkst hins vegar að hluta svar við nokkrum spurningum sem Hollvinir Ríkisútvarpsins sendu menningarmálaráðherra í sumar en var svarað fyrr í haust með þeim útúrsnúningi að ráðherra hefði þegar svarað þeim öllum í fjölmiðlum.Nú hefur verið tilkynnt að sagt verði upp sem svarar 60 stöðugildum hjá ríkisútvarpinu og þar af komi 39 uppsagnir til framkvæmda nú þegar. Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.Á síðustu fimm árum hefur verið dregið saman í rekstri Ríkisútvarpsins um fimmtung og vandséð er að þegar þetta bætist við geti stofnunin staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar um rekstur almannaútvarps á Íslandi.Samtökin Hollvinir ríkisútvarpsins voru stofnuð um síðustu aldamót til að berjst gegn hugmyndum um einkavæðingu þess. Þau lögðust eindregið gegn því að rekstrarforminu yrði breytt úr ríkisstofnun í opinbert hlutafélag og gáfu lítið fyrir þau rök að það væri rekstrarform sem hentaði vel. Ekki er að sjá að rekstrarformið hafi orðið til bjargar á tímum erfiðs efnahags. Þvert á móti.Ekki verður annað séð en pólitísk öfl, sem lengi hafa haft horn í síðu Ríkisútvarpsins, vinni leynt og ljóst að því að eyðileggja stofnunina. Ef pólitískt markmið stjórnvalda er að selja Ríkisútvarpið er með þessu hins vegar verið að lækka markaðsvirði þess og gæti vaknað grunur um að tilgangurinn væri að vildarvinir þeirra sem nú fara með völdin ættu auðveldara með kaupin. Þegar litið er á nöfn þeirra sem sagt hefur verið upp virðist sem einkum sé verið að grafa undan Rás 1 og Fréttastofu ríkisútvarpsins og spilla þar með þeim yfirburðum sem RÚV hefur haft til að geta kallast almannaútvarp.Fyrir hönd stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins,Þorgrímur Gestsson,formaðurViðar HreinssonÞór MagnússonRagnheiður TryggvadóttirValgeir Sigurðsson
Mest lesið Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið hefur náð Njarðvíkuræð Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira