Innlent

Brynjar Níelsson: "Pólitík stýrir löggjöf um vændi“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Einstaklingur sem er dæmdur fyrir kaup á vændi á Íslandi fær á annað hundrað þúsund krónur í sekt. Dómar eru ekki birtir og dæmdir njóta nafnleyndar.

Fréttastofa ræddi við nokkra lögmenn í dag sem þekkja vel til refsinga vegna kaupa á vændi. Í nær öllum málum þar sem einstaklingar hafa verið dæmdir fyrir kaup á vændi er um sekt að ræða. Þeir sem eru að brjóta af sér í fyrsta sinn fá um 100.000 krónur í sekt og hún getur orðið nærri 200.000 krónum brjóti einstaklingur ítrekað af sér. Dómar vegna vændiskaupa eru ekki birtir opinberlega og hinir dæmdu ekki nafngreindir.

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður, segir að refsiramminn fyrir kaup á vændi sé þyngri hér á landi en í nágrannalöndum. „Refsiramminn er tvöfalt þyngri hér á landi en í Svíþjóð. Það eru sektir og allt að eitt ár í fangelsi hér á landi en sektir og allt að sex mánaða fangelsi í Svíþjóð,“ segir Brynjar.

Hann telur að ekki sé verið að vernda þá einstaklinga sem brjóta af sér og kaupa vændi. „Það er auðvitað ekki verið að verna þá sérstaklega. Þetta eru viðkvæm málefni og það er ekki verið að hugsa sérstaklega um sakborning. Það er aðallega verið að hugsa um aðra sem þarna koma að.

Pólitísk sjónarmið ráða för

Lögum um vændi var breytt árið 2009 þar sem kaup á vændi var gert ólöglegt. Nú er hins vegar löglegt að stunda vændi. Eðlilegt er að spyrja sig hvort að þessi löggjöf sé rökrétt?

„Það er verið að setja ákveðna pólitík í refsilög sem er voða erfitt að framfylgja. Það er verið að kippa grunnreglum hegningarlaganna um hluteild úr sambandi í þessum eina málaflokki því auðvitað er ekki hægt að fremja þetta brot nema að seljandinn komi að því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×