Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2013 18:45 Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. „Noregur er betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína” segir í fyrirsögn Aftenbladet á viðtali við olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien, það sé „betra fyrir umhverfið að Norðmenn séu með og láti ekki kínverskt fyrirtæki taka stjórnina”. Olíumálaráðherrann er þarna að svara gagnrýni Greenpeace og fleiri aðila vegna ákvörðunar norsku ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að auka þátttöku sína á Drekasvæðinu með því að láta ríkisolíufélagið Petoro ganga inn í þriðja sérleyfið með CNOOC og Eykon Energy.Forsætisráðherrar Kína og Íslands á Torgi hins himneska friðar í apríl í vor.Kínverska ríkisolíufélagið ákvað þátttöku í framhaldi af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína síðastliðið vor, og undirritun fríverslunarsamnings ríkjanna, og hefur Reuters-fréttastofan tengt það auknum áhuga Kínverja á auðlindum Norðurslóða. Norski olíumálaráðherrann undirstrikar að olíustarfsemi á íslenska Drekasvæðinu velti ekki á þátttöku Noregs en rökstyður ákvörðun sína með þessum orðum: „Við teljum að þetta sé spennandi og að við getum fengið meira út úr þessu en sem nemur þeim kostnaði sem við höfum skuldbundið okkur til að leggja í þetta. Við teljum að bæði líti þetta efnahagslega spennandi út og þarna sé eftir nýrri þekkingu að slægjast. Þessvegna erum við með.“ Um mótmæli Greenpeace segir Tord Lien: „Ef þeir bera meira traust til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins en þeir hafa á norsku ríkisfyrirtæki þegar kemur að því að vernda umhverfið, þá verð ég dálítið hissa," en þegar blaðamaður bendir ráðherranum á að hann ætli að vinna með kínverska fyrirtækinu, svarar hann að það sé þá kostur að hafa Petoro með. Spurður um ásökun Greenpeace um tvöfeldni með því að friða norska hluta Jan Mayen-svæðisins á sama tíma svarar Tord Lien: „Nú er það ekki olíu- og orkumálaráðherrann sem hefur fundið upp á því að hefja ekki starfsemi á þessum svæðum, bara svo það sé alveg skýrt." Tengdar fréttir Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. „Noregur er betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína” segir í fyrirsögn Aftenbladet á viðtali við olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien, það sé „betra fyrir umhverfið að Norðmenn séu með og láti ekki kínverskt fyrirtæki taka stjórnina”. Olíumálaráðherrann er þarna að svara gagnrýni Greenpeace og fleiri aðila vegna ákvörðunar norsku ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að auka þátttöku sína á Drekasvæðinu með því að láta ríkisolíufélagið Petoro ganga inn í þriðja sérleyfið með CNOOC og Eykon Energy.Forsætisráðherrar Kína og Íslands á Torgi hins himneska friðar í apríl í vor.Kínverska ríkisolíufélagið ákvað þátttöku í framhaldi af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína síðastliðið vor, og undirritun fríverslunarsamnings ríkjanna, og hefur Reuters-fréttastofan tengt það auknum áhuga Kínverja á auðlindum Norðurslóða. Norski olíumálaráðherrann undirstrikar að olíustarfsemi á íslenska Drekasvæðinu velti ekki á þátttöku Noregs en rökstyður ákvörðun sína með þessum orðum: „Við teljum að þetta sé spennandi og að við getum fengið meira út úr þessu en sem nemur þeim kostnaði sem við höfum skuldbundið okkur til að leggja í þetta. Við teljum að bæði líti þetta efnahagslega spennandi út og þarna sé eftir nýrri þekkingu að slægjast. Þessvegna erum við með.“ Um mótmæli Greenpeace segir Tord Lien: „Ef þeir bera meira traust til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins en þeir hafa á norsku ríkisfyrirtæki þegar kemur að því að vernda umhverfið, þá verð ég dálítið hissa," en þegar blaðamaður bendir ráðherranum á að hann ætli að vinna með kínverska fyrirtækinu, svarar hann að það sé þá kostur að hafa Petoro með. Spurður um ásökun Greenpeace um tvöfeldni með því að friða norska hluta Jan Mayen-svæðisins á sama tíma svarar Tord Lien: „Nú er það ekki olíu- og orkumálaráðherrann sem hefur fundið upp á því að hefja ekki starfsemi á þessum svæðum, bara svo það sé alveg skýrt."
Tengdar fréttir Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30