Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2013 18:45 Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. „Noregur er betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína” segir í fyrirsögn Aftenbladet á viðtali við olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien, það sé „betra fyrir umhverfið að Norðmenn séu með og láti ekki kínverskt fyrirtæki taka stjórnina”. Olíumálaráðherrann er þarna að svara gagnrýni Greenpeace og fleiri aðila vegna ákvörðunar norsku ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að auka þátttöku sína á Drekasvæðinu með því að láta ríkisolíufélagið Petoro ganga inn í þriðja sérleyfið með CNOOC og Eykon Energy.Forsætisráðherrar Kína og Íslands á Torgi hins himneska friðar í apríl í vor.Kínverska ríkisolíufélagið ákvað þátttöku í framhaldi af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína síðastliðið vor, og undirritun fríverslunarsamnings ríkjanna, og hefur Reuters-fréttastofan tengt það auknum áhuga Kínverja á auðlindum Norðurslóða. Norski olíumálaráðherrann undirstrikar að olíustarfsemi á íslenska Drekasvæðinu velti ekki á þátttöku Noregs en rökstyður ákvörðun sína með þessum orðum: „Við teljum að þetta sé spennandi og að við getum fengið meira út úr þessu en sem nemur þeim kostnaði sem við höfum skuldbundið okkur til að leggja í þetta. Við teljum að bæði líti þetta efnahagslega spennandi út og þarna sé eftir nýrri þekkingu að slægjast. Þessvegna erum við með.“ Um mótmæli Greenpeace segir Tord Lien: „Ef þeir bera meira traust til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins en þeir hafa á norsku ríkisfyrirtæki þegar kemur að því að vernda umhverfið, þá verð ég dálítið hissa," en þegar blaðamaður bendir ráðherranum á að hann ætli að vinna með kínverska fyrirtækinu, svarar hann að það sé þá kostur að hafa Petoro með. Spurður um ásökun Greenpeace um tvöfeldni með því að friða norska hluta Jan Mayen-svæðisins á sama tíma svarar Tord Lien: „Nú er það ekki olíu- og orkumálaráðherrann sem hefur fundið upp á því að hefja ekki starfsemi á þessum svæðum, bara svo það sé alveg skýrt." Tengdar fréttir Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. „Noregur er betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína” segir í fyrirsögn Aftenbladet á viðtali við olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien, það sé „betra fyrir umhverfið að Norðmenn séu með og láti ekki kínverskt fyrirtæki taka stjórnina”. Olíumálaráðherrann er þarna að svara gagnrýni Greenpeace og fleiri aðila vegna ákvörðunar norsku ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að auka þátttöku sína á Drekasvæðinu með því að láta ríkisolíufélagið Petoro ganga inn í þriðja sérleyfið með CNOOC og Eykon Energy.Forsætisráðherrar Kína og Íslands á Torgi hins himneska friðar í apríl í vor.Kínverska ríkisolíufélagið ákvað þátttöku í framhaldi af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína síðastliðið vor, og undirritun fríverslunarsamnings ríkjanna, og hefur Reuters-fréttastofan tengt það auknum áhuga Kínverja á auðlindum Norðurslóða. Norski olíumálaráðherrann undirstrikar að olíustarfsemi á íslenska Drekasvæðinu velti ekki á þátttöku Noregs en rökstyður ákvörðun sína með þessum orðum: „Við teljum að þetta sé spennandi og að við getum fengið meira út úr þessu en sem nemur þeim kostnaði sem við höfum skuldbundið okkur til að leggja í þetta. Við teljum að bæði líti þetta efnahagslega spennandi út og þarna sé eftir nýrri þekkingu að slægjast. Þessvegna erum við með.“ Um mótmæli Greenpeace segir Tord Lien: „Ef þeir bera meira traust til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins en þeir hafa á norsku ríkisfyrirtæki þegar kemur að því að vernda umhverfið, þá verð ég dálítið hissa," en þegar blaðamaður bendir ráðherranum á að hann ætli að vinna með kínverska fyrirtækinu, svarar hann að það sé þá kostur að hafa Petoro með. Spurður um ásökun Greenpeace um tvöfeldni með því að friða norska hluta Jan Mayen-svæðisins á sama tíma svarar Tord Lien: „Nú er það ekki olíu- og orkumálaráðherrann sem hefur fundið upp á því að hefja ekki starfsemi á þessum svæðum, bara svo það sé alveg skýrt."
Tengdar fréttir Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30