Starfsmenn RÚV í áfalli Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2013 13:55 Gunnar Magnússon er á því að það hafi andað köldu til starfsmanna RÚV að undanförnu. Skjáskot af vef Ríkisútvarpsins Gunnar Magnússon, Formaður félags starfsmannasamtaka RÚV, segir starfsmenn í sjokki. Átakafundur var með starfsmönnum og útvarpsstjóra. „Ég segi nú bara allt djöfullegt. Eins og allir RÚV-arar,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Honum vefst tunga um tönn spurður um fundinn; starfsmenn hafi fengið svör við því sem þeir spurðu um en þetta hafi verið sérkennilegur fundur. Og spurður hvort hann væri ánægður með fundinn segir Gunnar: „No comment!“ Í brýnu sló milli Páls Magnússonar útvarpsstjóra og Helga Seljans sjónvarpsmanns á fundinum og ekki síður eftir fund, fyrir framan lyftuna í útvarpshúsinu. Vísir hefur greint frá þeirri rimmu og hefur hún vakið mikla athygli. Það liggur því fyrir að það er urgur í starfsmönnum. „Menn eru bara í sjokki eins og gefur að skilja.“ Gunnar segir vel geta farið svo að starfsmenn grípi til einhverra aðgerð en ekkert slíkt liggur fyrir. „Við skulum aðeins láta þetta sjatna og sjá hvað gerist. Menn eru í áfalli enda ömurlegt að missa alla þessa fínu félaga og samstarfsmenn til margra ára. Hræðilegt. En það er svona þegar verið er að skera okkur niður ár eftir ár. Það er náttúrlega við ríkisstjórnina að sakast, fyrrverandi og ekki síður núverandi.“ Gunnar er ánægður með stuðningsfundinn sem haldinn var fyrir utan útvarpshúsið í morgun. „Það hefur ekki mikið borið á vinum okkar á ritvellinum. En þeir eru komnir fram. Virðist vera mikið af þeim núna og ekki veitir af.“ Þegar Gunnar er spurður hvort honum, og starfsmönnum hefur fundist anda köldu til þeirra hlær Gunnar við og segir: „Anda köldu? Jú, þú þarft ekki annað en lesa Fréttablaðið. Og DV og ég tala nú ekki um Morgunblaðið. Svona er náttúrlega pólitíkin. Með ólíkindum að ríkisútvarpið sé svona mikið milli tannanna á fólki. Ef litið er til Norðurlanda, eða hvert sem er, þá er umræðan ekki svona þar.“ Tengdar fréttir Sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn RÚV Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, segir að andrúmsloftið á RÚV sé lamað eftir að tilkynnt var um uppsagnirnar í morgun. 27. nóvember 2013 12:58 Engar næturfréttir á RÚV Fjöldauppsagna á Ríkisútvarpinu í gær, þegar 39 starfsmönnum var sagt upp, varð strax vart í dagskrá RÚV í nótt, þar sem engar næturfréttir voru í nótt, en þær hafa um árabil verið á klukkustundar fresti. 28. nóvember 2013 07:28 „RÚV á ekki að vera allt fyrir alla alltaf“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. 27. nóvember 2013 15:25 Spila Sjostakovich í mótmælaskyni Gríðarlegur hiti er vegna uppsagnanna á RÚV og má meðal annars greina hann í athugasemdum við undirskriftasöfnun þar sem uppsögnunum er mótmælt. 27. nóvember 2013 13:46 Fulltrúar minnihlutans óska eftir fundi með stjórn RÚV Fulltrúar minnihlutans óskuðu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar nú í morgun eftir því að fá stjórn RÚV fá fund nefndarinnar til að fara yfir þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið í stofnuninni og þá stöðu sem af þeim leiðir. 28. nóvember 2013 09:48 Mörg þúsund mótmæla uppsögnum á RÚV 1.300 manns hafa boðað komu sína á mótmæli vegna niðurskurðar og uppsagna. Þá hafa rúmlega 8.000 skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra um að afturkalla uppsagnirnar. 28. nóvember 2013 07:15 Meintar hótanir Vigdísar Hauksdóttur nú komnar til framkvæmda Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir gerðu því skóna á Alþingi nú fyrir skömmu að uppsagnir á Ríkisútvarpinu megi rekja til hótana Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar. 27. nóvember 2013 15:34 „Það er áfall að fá þessar fréttir“ "Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður í Kastljósinu, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. 27. nóvember 2013 13:08 Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. 27. nóvember 2013 08:48 Fjöldi mótmælti við útvarpshúsið Fjöldi fólks mótmælti fyrir utan útvarpshúsið við Efstaleiti í dag, en mótmælin voru undir yfirskriftinni Stöndum með Ríkisútvarpinu. 28. nóvember 2013 13:00 Páll fundar með starfsfólki Páll Magnússon, útvarpsstjórri, ætlar að funda með starfsfólki Ríkisútvarpsins á Markúsartorgi í Efstaleiti klukkan ellefu. 28. nóvember 2013 10:45 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Gunnar Magnússon, Formaður félags starfsmannasamtaka RÚV, segir starfsmenn í sjokki. Átakafundur var með starfsmönnum og útvarpsstjóra. „Ég segi nú bara allt djöfullegt. Eins og allir RÚV-arar,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Honum vefst tunga um tönn spurður um fundinn; starfsmenn hafi fengið svör við því sem þeir spurðu um en þetta hafi verið sérkennilegur fundur. Og spurður hvort hann væri ánægður með fundinn segir Gunnar: „No comment!“ Í brýnu sló milli Páls Magnússonar útvarpsstjóra og Helga Seljans sjónvarpsmanns á fundinum og ekki síður eftir fund, fyrir framan lyftuna í útvarpshúsinu. Vísir hefur greint frá þeirri rimmu og hefur hún vakið mikla athygli. Það liggur því fyrir að það er urgur í starfsmönnum. „Menn eru bara í sjokki eins og gefur að skilja.“ Gunnar segir vel geta farið svo að starfsmenn grípi til einhverra aðgerð en ekkert slíkt liggur fyrir. „Við skulum aðeins láta þetta sjatna og sjá hvað gerist. Menn eru í áfalli enda ömurlegt að missa alla þessa fínu félaga og samstarfsmenn til margra ára. Hræðilegt. En það er svona þegar verið er að skera okkur niður ár eftir ár. Það er náttúrlega við ríkisstjórnina að sakast, fyrrverandi og ekki síður núverandi.“ Gunnar er ánægður með stuðningsfundinn sem haldinn var fyrir utan útvarpshúsið í morgun. „Það hefur ekki mikið borið á vinum okkar á ritvellinum. En þeir eru komnir fram. Virðist vera mikið af þeim núna og ekki veitir af.“ Þegar Gunnar er spurður hvort honum, og starfsmönnum hefur fundist anda köldu til þeirra hlær Gunnar við og segir: „Anda köldu? Jú, þú þarft ekki annað en lesa Fréttablaðið. Og DV og ég tala nú ekki um Morgunblaðið. Svona er náttúrlega pólitíkin. Með ólíkindum að ríkisútvarpið sé svona mikið milli tannanna á fólki. Ef litið er til Norðurlanda, eða hvert sem er, þá er umræðan ekki svona þar.“
Tengdar fréttir Sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn RÚV Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, segir að andrúmsloftið á RÚV sé lamað eftir að tilkynnt var um uppsagnirnar í morgun. 27. nóvember 2013 12:58 Engar næturfréttir á RÚV Fjöldauppsagna á Ríkisútvarpinu í gær, þegar 39 starfsmönnum var sagt upp, varð strax vart í dagskrá RÚV í nótt, þar sem engar næturfréttir voru í nótt, en þær hafa um árabil verið á klukkustundar fresti. 28. nóvember 2013 07:28 „RÚV á ekki að vera allt fyrir alla alltaf“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. 27. nóvember 2013 15:25 Spila Sjostakovich í mótmælaskyni Gríðarlegur hiti er vegna uppsagnanna á RÚV og má meðal annars greina hann í athugasemdum við undirskriftasöfnun þar sem uppsögnunum er mótmælt. 27. nóvember 2013 13:46 Fulltrúar minnihlutans óska eftir fundi með stjórn RÚV Fulltrúar minnihlutans óskuðu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar nú í morgun eftir því að fá stjórn RÚV fá fund nefndarinnar til að fara yfir þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið í stofnuninni og þá stöðu sem af þeim leiðir. 28. nóvember 2013 09:48 Mörg þúsund mótmæla uppsögnum á RÚV 1.300 manns hafa boðað komu sína á mótmæli vegna niðurskurðar og uppsagna. Þá hafa rúmlega 8.000 skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra um að afturkalla uppsagnirnar. 28. nóvember 2013 07:15 Meintar hótanir Vigdísar Hauksdóttur nú komnar til framkvæmda Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir gerðu því skóna á Alþingi nú fyrir skömmu að uppsagnir á Ríkisútvarpinu megi rekja til hótana Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar. 27. nóvember 2013 15:34 „Það er áfall að fá þessar fréttir“ "Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður í Kastljósinu, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. 27. nóvember 2013 13:08 Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. 27. nóvember 2013 08:48 Fjöldi mótmælti við útvarpshúsið Fjöldi fólks mótmælti fyrir utan útvarpshúsið við Efstaleiti í dag, en mótmælin voru undir yfirskriftinni Stöndum með Ríkisútvarpinu. 28. nóvember 2013 13:00 Páll fundar með starfsfólki Páll Magnússon, útvarpsstjórri, ætlar að funda með starfsfólki Ríkisútvarpsins á Markúsartorgi í Efstaleiti klukkan ellefu. 28. nóvember 2013 10:45 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn RÚV Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, segir að andrúmsloftið á RÚV sé lamað eftir að tilkynnt var um uppsagnirnar í morgun. 27. nóvember 2013 12:58
Engar næturfréttir á RÚV Fjöldauppsagna á Ríkisútvarpinu í gær, þegar 39 starfsmönnum var sagt upp, varð strax vart í dagskrá RÚV í nótt, þar sem engar næturfréttir voru í nótt, en þær hafa um árabil verið á klukkustundar fresti. 28. nóvember 2013 07:28
„RÚV á ekki að vera allt fyrir alla alltaf“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. 27. nóvember 2013 15:25
Spila Sjostakovich í mótmælaskyni Gríðarlegur hiti er vegna uppsagnanna á RÚV og má meðal annars greina hann í athugasemdum við undirskriftasöfnun þar sem uppsögnunum er mótmælt. 27. nóvember 2013 13:46
Fulltrúar minnihlutans óska eftir fundi með stjórn RÚV Fulltrúar minnihlutans óskuðu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar nú í morgun eftir því að fá stjórn RÚV fá fund nefndarinnar til að fara yfir þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið í stofnuninni og þá stöðu sem af þeim leiðir. 28. nóvember 2013 09:48
Mörg þúsund mótmæla uppsögnum á RÚV 1.300 manns hafa boðað komu sína á mótmæli vegna niðurskurðar og uppsagna. Þá hafa rúmlega 8.000 skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra um að afturkalla uppsagnirnar. 28. nóvember 2013 07:15
Meintar hótanir Vigdísar Hauksdóttur nú komnar til framkvæmda Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir gerðu því skóna á Alþingi nú fyrir skömmu að uppsagnir á Ríkisútvarpinu megi rekja til hótana Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar. 27. nóvember 2013 15:34
„Það er áfall að fá þessar fréttir“ "Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður í Kastljósinu, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. 27. nóvember 2013 13:08
Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. 27. nóvember 2013 08:48
Fjöldi mótmælti við útvarpshúsið Fjöldi fólks mótmælti fyrir utan útvarpshúsið við Efstaleiti í dag, en mótmælin voru undir yfirskriftinni Stöndum með Ríkisútvarpinu. 28. nóvember 2013 13:00
Páll fundar með starfsfólki Páll Magnússon, útvarpsstjórri, ætlar að funda með starfsfólki Ríkisútvarpsins á Markúsartorgi í Efstaleiti klukkan ellefu. 28. nóvember 2013 10:45