Innlent

Fulltrúar minnihlutans óska eftir fundi með stjórn RÚV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Fulltrúar minnihlutans óskuðu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar nú í morgun eftir því að fá stjórn RÚV fá fund nefndarinnar til að fara yfir þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið í stofnuninni og þá stöðu sem af þeim leiðir.

Þetta kemur í tilkynningu frá alþingismönnunum Svandísi Svavarsdóttur, Guðbjarti Hannessyni, Helga Hrafni Gunnarssyni og Páli Björnssyni í morgun.

Minnihlutinn vill að farið verði yfir aðdraganda og forsendur aðgerðanna í gær.

Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu.

Þrjátíu og níu uppsagnir komu í gær og fleiri eiga eftir að fylgja í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×