Innlent

Meintar hótanir Vigdísar Hauksdóttur nú komnar til framkvæmda

Jakob Bjarnar skrifar
Alþingismenn velta því fyrir sér hvort gagnrýni Vigdísar Hauksdóttur á efnistök RÚV hafi komið fram í fjárlagafrumvarpi.
Alþingismenn velta því fyrir sér hvort gagnrýni Vigdísar Hauksdóttur á efnistök RÚV hafi komið fram í fjárlagafrumvarpi. GVA
Helgi Hjörvar Samfylkingu og Svandís Svavarsdóttir VG, spurðu ráðherra hvort með niðurskurði, sem lýsir sér í uppsögnum á Ríkisútvarpinu, væri verið að framkvæma hótanir Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar?

Tekist var á um málefni Ríkisútvarpsins á Alþingi nú rétt í þessu í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Bæði Helgi Hjörvar Samfylkingu og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum, gerðu því skóna, í fyrirspurnum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra að hótanir Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlagnefndar, sem þau vilja meina að hafa falist í gagnrýni hennar á hendur ríkisútvarpinu, væru hér komnar til framkvæmda. „Eins og ég gat um í upphafi hefur formaður fjárlaganefndar haft í hótunum við ríkisútvarpið, ef það gerði ekki svo og svo myndi þess sjást stað í fjárlögum,“ sagði Helgi og „þetta er dramatískur dagur fyrir íslenska menningu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.

Bæði Bjarni og Illugi vísuðu þessu á bug og bentu á, í svörum sínum, að nú í ár stefndi í yfir 30 milljarða halla og það þyrfti einfaldlega allstaðar að gæta aðhalds. Hér væri í sannarlega ekki, með þessu, niðurskurði sem Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur bent á að valdi því nú að til uppsagna þarf að koma, verið að vega að ritstjórnarlegu sjálfstæði stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×