„RÚV á ekki að vera allt fyrir alla alltaf“ Boði Logason skrifar 27. nóvember 2013 15:25 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira