Sport

Pacquiao skuldar sex milljarða króna

Pacquiao fagnar sigri í bardaga um síðustu helgi.
Pacquiao fagnar sigri í bardaga um síðustu helgi.
Þingmaðurinn og hnefaleikakappinn Manny Pacquiao hefur unnið sér inn ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Engu að síður þurfti hann að fá lánaðan pening til þess að hjálpa þeim sem misstu allt sitt í fellibylnum sem reið yfir Filippseyjar á dögunum.

Ástæðan fyrir þessu peningaleysi kappans er sú að búið að er að frysta bankareikninga hans og eiginkonunnar. Stjórnvöld á Filippseyjum segja að hann hafi ekki greitt skatta árin 2008 og 2009.

Pacquiao skuldar ríkinu sex milljarða króna í skatta og reikningarnir verða ekki opnaðir fyrr en hann hefur greitt þá skuld.

Hnefaleikakappinn segist hafa greitt skatta í Bandaríkjunum á sínum tíma og segir því ólöglegt að skattleggja hann líka heima fyrir.

„Ég biðla til stjórnvalda að aflétta þessu máli af mér svo ég geti greitt starfsfólki mínu laun. Ég er hvorki glæpamaður né þjófur. Ef ég hefði ekki greitt þessa skatta í Bandaríkjunum hefði ég verið handtekinn."

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×