Kostnaður vegna nýrrar ríkisstjórnar, fjölgunar ráðherra og aðstoðarmanna eykst um 97 milljónir samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi fyrir árið 2013 sem dreift var í gærkvöldi. VB greinir frá þessu.
Í fjárlögum var áætlaður kostnaður við ríkisstjórn 242,5 milljónir en eftir ríkisstjórnarskipti áttu margir fyrrverandi ráðherrar rétt á biðlaunum og orlofi. Þá var ráðherrum fjölgað úr átta í níu og aðstoðarmönnum fjölgað hressilega.
Alls kosta þessar breytingar ríkissjóð 97 milljónir króna og er áætlaður kostnaður í heild vegna þessa liðar því 339,5 milljónir króna.
