Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag 27. nóvember 2013 08:48 Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að Ríkisútvarpið standi nú „frammi fyrir verulegum niðurskurði í rekstri, sem leiðir af ákvörðunum stjórnvalda allt frá hruni.“ Enn fremur segir að fjárlagafrumvarpið feli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins samanborið við síðasta ár - „en 400 milljóna króna skerðingu sé miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum og rekstraráætlanir félagsins byggjast á.“Auglýsingatekjur RÚV lækka um hundrað milljónir Þá benda forsvarsmenn RÚV á að áætlaðar auglýsingatekjur hafi lækkað svo nemur meira en 100 milljónum króna milli ára „vegna samdráttar á markaði.“ Einnig segir að í fjárlagafrumvarpinu komi fram að þegar að því komi að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV, sem á gerast frá og með árinu 2016, verði búið að lækka það um 500 milljónir króna. „Þannig má segja að áhrif hrunsins verði lögfest inni í rekstri Ríkisútvarpsins til frambúðar - og stjórnvöld hafi ákveðið að lækka þjónustutekjur félagsins til fyrirsjáanlegrar framtíðar um tæpan milljarð króna, eða um rúmlega 20% að raunvirði frá árinu 2009.“ „Til viðbótar þessu kemur svo til framkvæmda um næstu áramót lögþvinguð lækkun á tekjum af kostun og auglýsingum, sem nemur um 400 milljónum króna.“ segir ennfremur. Þetta þýðir samandregið, að árlegan rekstrarkostnað RÚV þarf að draga saman um 500 milljónir, „komi ekki til enn frekari skerðingar á tekjum RÚV við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem þá bætist við þessa upphæð.“Fækkað um 60 - 39 reknir nú þegar Ein af afleiðingum þessa samdráttar eru uppsagnir hjá stofnuninni og er gert ráð fyrir að þeim fækki um 60, og „þar af verða beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir einnig óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn hafi áhrif á dagskrána. „Hann mun bæði sjást og heyrast. Nokkrir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi munu hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka“, segir Páll. Hann bendir á að það láti nærri að þjónustutekjur Ríkisútvarpsins hafi dregist saman um rúmlega 20% að raungildi á fimm ára tímabili. „Okkur hefur hingað til tekist að verja dagskrána sjálfa furðu vel fyrir þessum samdrætti, - annars vegar með mikilli lækkun á öðrum rekstrarkostnaði og hins vegar með nokkurri aukningu á kostunar- og auglýsingatekjum. Nú verður ekki lengra gengið í lækkun á öðrum kostnaði og sömuleiðis tekur við lögþvinguð lækkun á kostunar- og auglýsingatekjum RÚV um næstu áramót – ofan á almennan samdrátt á þeim markaði.“„Dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“ Páll segir því ekki aðrar leiðir færar til að mæta þessum aðgerðum stjórnvalda en að fækka starfsfólki og draga saman í dagskrá. „Við munum auðvitað halda áfram að leggja okkur öll fram um að veita eigendum Ríkisútvarpsins – fólkinu í landinu – eins góða þjónustu og frekast er unnt, miðað við þá skertu fjármuni sem eru til ráðstöfunar.“ Útvarpsstjóri segir að ekki sé um flatan niðurskurð á allri dagskrárstarfsemi að ræða heldur er forgangsraðað í samræmi við lögbundnar skyldur og stefnumörkun Ríkisútvarpsins. „Grunnþjónustan verður áfram til staðar en dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira
Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að Ríkisútvarpið standi nú „frammi fyrir verulegum niðurskurði í rekstri, sem leiðir af ákvörðunum stjórnvalda allt frá hruni.“ Enn fremur segir að fjárlagafrumvarpið feli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins samanborið við síðasta ár - „en 400 milljóna króna skerðingu sé miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum og rekstraráætlanir félagsins byggjast á.“Auglýsingatekjur RÚV lækka um hundrað milljónir Þá benda forsvarsmenn RÚV á að áætlaðar auglýsingatekjur hafi lækkað svo nemur meira en 100 milljónum króna milli ára „vegna samdráttar á markaði.“ Einnig segir að í fjárlagafrumvarpinu komi fram að þegar að því komi að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV, sem á gerast frá og með árinu 2016, verði búið að lækka það um 500 milljónir króna. „Þannig má segja að áhrif hrunsins verði lögfest inni í rekstri Ríkisútvarpsins til frambúðar - og stjórnvöld hafi ákveðið að lækka þjónustutekjur félagsins til fyrirsjáanlegrar framtíðar um tæpan milljarð króna, eða um rúmlega 20% að raunvirði frá árinu 2009.“ „Til viðbótar þessu kemur svo til framkvæmda um næstu áramót lögþvinguð lækkun á tekjum af kostun og auglýsingum, sem nemur um 400 milljónum króna.“ segir ennfremur. Þetta þýðir samandregið, að árlegan rekstrarkostnað RÚV þarf að draga saman um 500 milljónir, „komi ekki til enn frekari skerðingar á tekjum RÚV við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem þá bætist við þessa upphæð.“Fækkað um 60 - 39 reknir nú þegar Ein af afleiðingum þessa samdráttar eru uppsagnir hjá stofnuninni og er gert ráð fyrir að þeim fækki um 60, og „þar af verða beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir einnig óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn hafi áhrif á dagskrána. „Hann mun bæði sjást og heyrast. Nokkrir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi munu hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka“, segir Páll. Hann bendir á að það láti nærri að þjónustutekjur Ríkisútvarpsins hafi dregist saman um rúmlega 20% að raungildi á fimm ára tímabili. „Okkur hefur hingað til tekist að verja dagskrána sjálfa furðu vel fyrir þessum samdrætti, - annars vegar með mikilli lækkun á öðrum rekstrarkostnaði og hins vegar með nokkurri aukningu á kostunar- og auglýsingatekjum. Nú verður ekki lengra gengið í lækkun á öðrum kostnaði og sömuleiðis tekur við lögþvinguð lækkun á kostunar- og auglýsingatekjum RÚV um næstu áramót – ofan á almennan samdrátt á þeim markaði.“„Dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“ Páll segir því ekki aðrar leiðir færar til að mæta þessum aðgerðum stjórnvalda en að fækka starfsfólki og draga saman í dagskrá. „Við munum auðvitað halda áfram að leggja okkur öll fram um að veita eigendum Ríkisútvarpsins – fólkinu í landinu – eins góða þjónustu og frekast er unnt, miðað við þá skertu fjármuni sem eru til ráðstöfunar.“ Útvarpsstjóri segir að ekki sé um flatan niðurskurð á allri dagskrárstarfsemi að ræða heldur er forgangsraðað í samræmi við lögbundnar skyldur og stefnumörkun Ríkisútvarpsins. „Grunnþjónustan verður áfram til staðar en dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira