Breskur poppari játar gróft barnaníð Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2013 17:48 mynd/AFP Tónlistarmaðurinn Ian Watkins játaði fjölda kynferðisbrota, þar á meðal tvær tilraunir til þess að nauðga börnum. Hann hafði áður neitað ásökunum. Watkins var ákærður fyrir 24 kynferðisbrot. BBC greinir frá. Yfirheyrslur í málinu fóru fram fyrir dómstólum í dag og þar játaði Watkins einhver brotanna. Tvær konur sem voru ákærðar með honum játuðu hlutdeild og samverknað í nokkrum brotanna.Fékk aðdáendur til að misnota börnin sín Watkins er 36 ára gamall og fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Lostprophets. Hann er sagður hafa nýtt sér frægð sína til þess að stunda brotin. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhaldinu en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Önnur kvennanna sendi Watkins meðal annars mynd af barninu sínu þar sem fram kom í texta með myndinni að barnið þyrfti að vita að það væri ekki elskað. Í einhverjum tilfellum virðist Watkins hafa neytt börnin sem hann misnotaði til þess að neyta eiturlyfja. Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins ber við minnsleysi. Ein af vörnum Watkins er að brjálaðir aðdáendur hans hafi komið þessum myndböndum fyrir í tækjum hans. Meðal þess sem Watkins hefur þó játað er að eiga eða hafa búið til kynferðislegar myndir eða myndbönd af börnum. Hann játaði einnig að eiga mynd þar af grófum kynferðislegum athöfnum með dýri. Hann fékk með sér ungar stúlkur á hótelherbergi eftir tónleika þar sem hann lét þær klæðast skólabúningum og tók athafnir þeirra upp. Í fórum Watkins fundust fjöldi mynda af börnum beittum ofbeldi á hótelum víðsvegar um Bretland. Í frétt BBC segir að sum þessara sönnunarganga séu svo yfirgengilega hryllileg að ekki sé hægt að greina frá þeim.Afar umfangsmikið mál Rannsóknarlögreglumaður frá lögreglunni í Wales sagði í dag fyrir utan dómshúsið að rannsóknin í þessu máli væri sú allra hrikalegasta sem hann hefði nokkurn tíman upplifað. Eftir játningar Watkins og kvennana kallaði dómarinn kviðdóminn til sín og sagði að ekki væri þörf á frekari meðferð málsins fyrir rétti. „Ykkur hefur verið bjargað frá því að sjá afar ógeðfelldar og hræðilegar myndir,“ sagði dómarinn við kviðdóminn við það tækifæri. Dómur í málinu verður kveðinn upp 18. desember næstkomandi. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ian Watkins játaði fjölda kynferðisbrota, þar á meðal tvær tilraunir til þess að nauðga börnum. Hann hafði áður neitað ásökunum. Watkins var ákærður fyrir 24 kynferðisbrot. BBC greinir frá. Yfirheyrslur í málinu fóru fram fyrir dómstólum í dag og þar játaði Watkins einhver brotanna. Tvær konur sem voru ákærðar með honum játuðu hlutdeild og samverknað í nokkrum brotanna.Fékk aðdáendur til að misnota börnin sín Watkins er 36 ára gamall og fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Lostprophets. Hann er sagður hafa nýtt sér frægð sína til þess að stunda brotin. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhaldinu en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Önnur kvennanna sendi Watkins meðal annars mynd af barninu sínu þar sem fram kom í texta með myndinni að barnið þyrfti að vita að það væri ekki elskað. Í einhverjum tilfellum virðist Watkins hafa neytt börnin sem hann misnotaði til þess að neyta eiturlyfja. Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins ber við minnsleysi. Ein af vörnum Watkins er að brjálaðir aðdáendur hans hafi komið þessum myndböndum fyrir í tækjum hans. Meðal þess sem Watkins hefur þó játað er að eiga eða hafa búið til kynferðislegar myndir eða myndbönd af börnum. Hann játaði einnig að eiga mynd þar af grófum kynferðislegum athöfnum með dýri. Hann fékk með sér ungar stúlkur á hótelherbergi eftir tónleika þar sem hann lét þær klæðast skólabúningum og tók athafnir þeirra upp. Í fórum Watkins fundust fjöldi mynda af börnum beittum ofbeldi á hótelum víðsvegar um Bretland. Í frétt BBC segir að sum þessara sönnunarganga séu svo yfirgengilega hryllileg að ekki sé hægt að greina frá þeim.Afar umfangsmikið mál Rannsóknarlögreglumaður frá lögreglunni í Wales sagði í dag fyrir utan dómshúsið að rannsóknin í þessu máli væri sú allra hrikalegasta sem hann hefði nokkurn tíman upplifað. Eftir játningar Watkins og kvennana kallaði dómarinn kviðdóminn til sín og sagði að ekki væri þörf á frekari meðferð málsins fyrir rétti. „Ykkur hefur verið bjargað frá því að sjá afar ógeðfelldar og hræðilegar myndir,“ sagði dómarinn við kviðdóminn við það tækifæri. Dómur í málinu verður kveðinn upp 18. desember næstkomandi.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira