Bílar

Porsche 918 Spyder ennþá sneggri

Finnur Thorlacius skrifar
Hrikalega öflugur bíll Porsche 918 Spyder.
Hrikalega öflugur bíll Porsche 918 Spyder.
Allar uppgefnar tölur frá Porsche um hinn nýja 918 Spyder bíl eru betri en framleiðandinn hafði áður gefið upp um bílinn. Porsche hefur undanfarið verið að stilla bílinn áður en fyrstu eintök hans verða afhent nýjum eigendum.

Við það sést að hann er aðeins 2,6 sekúndur í hundraðið, en ekki 2,8 sekúndur sem Porsche hafði áður gefið upp. Hann er 7,2 sekúndur í 200, ekki 7,7 sekúndur og 19,9 sekúndur í 300, en ekki 22,0 sekúndur. Allt er þetta uppávið og ætti að gleðja þá sem lagt hafa inn pöntun á bílnum.

Ennfremur eru rafmótorar bílsins öflugri en áður hafði verið uppgefið, en ef aðeins þeim er beitt kemst bíllinn í 100 km hraða á 6,2 sekúndum, eða 0,7 sekúndur fyrr en áður var uppgefið.

Þessi ofurbíll á sem kunnugt er besta tíma sem náðst hefur á Nürburgring brautinni, eða 6:57 sekúndur og er það ekki til að minnka gleði tilvonandi kaupenda. Þar sló hann við mun dýrari bíl sem einnig er að koma á markað, McLaren P1. Þrátt fyrir allt sitt afl er uppgefin eyðsla 918 Spyder aðeins 3,1 lítri og mengun hans 72 g/km.







×