Ljósberarnir okkar Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2013 09:50 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Það er vissulega dapurlegt að við þurfum enn að hafa sérstakan dag tileinkaðan baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og hamra á þeirri illþyrmilegu staðreynd að ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Mér fallast stundum hendur yfir gengdarlausu ofbeldi sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan. Það er mikilvægt að hafa í huga að kynbundið ofbeldi er hluti af samfélagslegu meini; ójafnri stöðu kynjanna. En stundum verð ég líka orðlaus fyrir samtakamættinum sem við getum sýnt. Þann 14. nóvember tóku yfir eitt þúsund Íslendingar höndum saman og komu af stað fiðrildaáhrifum á Fiðrildafögnuði UN Women, og lögðu þar sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Þrátt fyrir að við þurfum að leysa mörg vandamál hér á Íslandi, þá getum við sem samfélag verið stolt yfir stórstígum framförum í átt að jafnrétti undanfarna áratugi. Alþjóðaefnahagsráðið? hefur undanfarin fimm ár sagt að Ísland sé það land þar sem best er að fæðast sem stúlka og búa á sem kona. En í besta landi í heimi berast lögreglu tilkynningar um kynferðisbrot á hverjum einasta degi, þolendur nauðgana leita á neyðarmóttöku og í Kvennaathvarfinu dvelja konur og börn allan ársins hring sem hafa flúið ofbeldi á heimili sínu. Við eigum ekki að hætta baráttunni fyrr en að Kvennaathvarfið og neyðarmóttakan eru óþörf. 14. nóvember 1981 komu saman nokkur hundruð kvenna á Hótel Borg. Þær vissu ekki að þær komu af stað fiðrildaáhrifum sem enn sér ekki fyrir endann á. Konurnar sem boðuðu til fundarins á Hótel Borg vildu kanna hug kvenna til að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Út frá þessum fundi varð til Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn. Þegar Kvennalistinn bauð fram til alþingiskosninga árið 1983 voru einungis 5% þingmanna konur en eftir kosningar varð hlutfall kvenna 15%. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir þann tíma höfðu aðeins 12 konur setið á Alþingi á sextíu árum. Kvennalistakonum var ekki einungis umhugað að koma konum til valda, heldur lögðu þær ríka áherslu á samfélagsmál og bætta stöðu kvenna og barna. Í fyrsta skipti á Alþingi var fjallað um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, réttindi samkynhneigðra, fæðingarorlof og dagvistar- og skólamál. Kvennaframboðið átti frumkvæði af því Kvennaathvarfið var sett á fót og Kvennalistakonur börðust fyrir því að rannsókn og meðferð nauðgunarmála yrði bætt og neyðarmóttakan var stofnuð. Þrátt fyrir að aðeins séu 30 ár síðan Kvennalistakonur komust inn á þing, hafa fyrir tilstuðlan þeirra unnist stórir sigrar í jafnréttismálum. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Kvennalistakonur og allar aðrar baráttukonur á Íslandi. Þær eru ljósberar íslensks samfélags. Því munu stofnendur Kvennalistans verða ljósberar í Ljósagöngunni í kvöld. Höldum baráttunni áfram; kraftur, þor, von og barátta er það sem mun skila okkur betra samfélagi. Sjáumst í Ljósagöngunni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Það er vissulega dapurlegt að við þurfum enn að hafa sérstakan dag tileinkaðan baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og hamra á þeirri illþyrmilegu staðreynd að ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Mér fallast stundum hendur yfir gengdarlausu ofbeldi sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan. Það er mikilvægt að hafa í huga að kynbundið ofbeldi er hluti af samfélagslegu meini; ójafnri stöðu kynjanna. En stundum verð ég líka orðlaus fyrir samtakamættinum sem við getum sýnt. Þann 14. nóvember tóku yfir eitt þúsund Íslendingar höndum saman og komu af stað fiðrildaáhrifum á Fiðrildafögnuði UN Women, og lögðu þar sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Þrátt fyrir að við þurfum að leysa mörg vandamál hér á Íslandi, þá getum við sem samfélag verið stolt yfir stórstígum framförum í átt að jafnrétti undanfarna áratugi. Alþjóðaefnahagsráðið? hefur undanfarin fimm ár sagt að Ísland sé það land þar sem best er að fæðast sem stúlka og búa á sem kona. En í besta landi í heimi berast lögreglu tilkynningar um kynferðisbrot á hverjum einasta degi, þolendur nauðgana leita á neyðarmóttöku og í Kvennaathvarfinu dvelja konur og börn allan ársins hring sem hafa flúið ofbeldi á heimili sínu. Við eigum ekki að hætta baráttunni fyrr en að Kvennaathvarfið og neyðarmóttakan eru óþörf. 14. nóvember 1981 komu saman nokkur hundruð kvenna á Hótel Borg. Þær vissu ekki að þær komu af stað fiðrildaáhrifum sem enn sér ekki fyrir endann á. Konurnar sem boðuðu til fundarins á Hótel Borg vildu kanna hug kvenna til að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Út frá þessum fundi varð til Kvennaframboðið og síðar Kvennalistinn. Þegar Kvennalistinn bauð fram til alþingiskosninga árið 1983 voru einungis 5% þingmanna konur en eftir kosningar varð hlutfall kvenna 15%. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir þann tíma höfðu aðeins 12 konur setið á Alþingi á sextíu árum. Kvennalistakonum var ekki einungis umhugað að koma konum til valda, heldur lögðu þær ríka áherslu á samfélagsmál og bætta stöðu kvenna og barna. Í fyrsta skipti á Alþingi var fjallað um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, réttindi samkynhneigðra, fæðingarorlof og dagvistar- og skólamál. Kvennaframboðið átti frumkvæði af því Kvennaathvarfið var sett á fót og Kvennalistakonur börðust fyrir því að rannsókn og meðferð nauðgunarmála yrði bætt og neyðarmóttakan var stofnuð. Þrátt fyrir að aðeins séu 30 ár síðan Kvennalistakonur komust inn á þing, hafa fyrir tilstuðlan þeirra unnist stórir sigrar í jafnréttismálum. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Kvennalistakonur og allar aðrar baráttukonur á Íslandi. Þær eru ljósberar íslensks samfélags. Því munu stofnendur Kvennalistans verða ljósberar í Ljósagöngunni í kvöld. Höldum baráttunni áfram; kraftur, þor, von og barátta er það sem mun skila okkur betra samfélagi. Sjáumst í Ljósagöngunni!
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun