Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2013 19:04 Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11