Ísland mun ekki taka þátt á HM næsta sumar en strákarnir voru ekki fjarri því. Liðið fór til Króatíu með góðan möguleika á því að komast áfram en það gekk ekki upp.
Árangur íslenska liðsins engu að síður frábær og liðið steig enn eitt skrefið í rétta átt. Framtíðin er björt hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Hjörtur Hjartarson, markaskorari með meiru, eru gestir Sportspjallsins að þessu sinni.
Þar gera þeir upp leikina tvo gegn Króatíu og má horfa á þáttinn hér að ofan.
Fótbolti