Viðskipti innlent

Íslenska sprotafyrirtækið Coori vann til verðlauna í San Francisco

Haraldur Guðmundsson skrifar
Arnar Jensson, framkvæmdastjóri og Þorsteinn taka við verðlaunum á "Japan Night“ í San Francisco.
Arnar Jensson, framkvæmdastjóri og Þorsteinn taka við verðlaunum á "Japan Night“ í San Francisco. Mynd/Coori.
Íslenska sprotafyrirtækið Cooori sigraði í úrslitum frumkvöðlakeppninnar „Japan Night“ í San Francisco þann 7. nóvember síðastliðinn.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem sérhæfir sig í tæknilausnum til tungumálanáms, segir að fimmtán fyrirtæki hafi tekið þátt í forkeppni í Tokyo, en rúmlega 100 sprotafyrirtæki sóttust eftir þátttöku.

„Þetta er frábær viðurkenning, sem getur opnað margar dyr fyrir félagið og hefur félaginu til dæmis þegar verið boðið að kynna á einni stærstu fjárfestaráðstefnu í Suður Kóreu í apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir að um 2000 mans muni sækja viðburðinn.  Auk þess hafa fjárfestar Vestra og í Japan sýnt félaginu áhuga. Það má segja að með þessu sé Cooori eitt af heitustu nýsköpunarfyrirtækjum í Tokyo, sem kemur sér vel þar sem félagið mun hleypa af stokkunum enskukennslu fyrir Japani í febrúar og japönskukennslu fyrir Kóreubúa í mars.  Félagið hyggur á frekari landvinninga og vöxt á næsta ári og gerir ráð fyrir að fara í hlutafjáraukningu samfara því," segir Þorsteinn G. Gunnarsson, stjórnarformaður félagsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×