Lífið

Týnd atriði úr Shawshank Redemption

Flestir muna eftir The Shawshank Redemption, kvikmyndinni frá 1994 með Morgan Freeman og Tim Robbins í aðalhlutverki, sem leikstýrt var af Frank Darabont.

Klippan sem fylgir fréttinni er tíu mínútna löng og í henni er meðal annars hægt að sjá Tim Robbins og Morgan Freeman grínast með titil myndarinnar, Darabont að útskýra leikaravalið og tvær senur sem voru klipptar úr myndinni, þar af ein sem fylgir eftir Red, sem leikinn er af Freeman, eftir að hann sleppur úr fangelsi.

Klippunni var hlaðið upp í ágúst á þessu ári en hefur ekki hlotið mikla athygli, þrátt fyrir vinsældir myndarinnar á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.