Adolf Ingi ætlar í mál við RÚV Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2013 13:40 Adolf Ingi Erlingsson segir andrúm ótta og eineltis ríkja á RÚV. Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður telur sig grátt leikinn af yfirmönnum Ríkisútvarpsins og undirbýr nú málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann telur sig hafa mátt sæta. Hann segir stofnunina hafa gert tilraun til að hlunnfara sig í samningum er snúa að launakjörum. Vísir hefur áður fjallað um mál Adolfs Inga og vakti það mikla athygli. „Þegar mér var þröngvað gegn mínum vilja af vöktum og hætta að vinna í sjónvarpinu og vinna bara á vef og í útvarpi samþykkti ég það með þeim skilmálum að ég héldi mínum tekjum. Það var samþykkt, sem betur fer í votta viðurvist, því það var síðan svikið. Ég reyndi í heilt ár að fá leiðréttingu á þessu en árangurslaust,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Gengið á bak samkomulagi Adolf Ingi samdi um að halda vaktaálagi, enda taldi hann sig ekki hafa efni á að lækka í tekjum. „Síðan var haldin fundur með mér og formanni félags fréttamanna, mannauðsstjóranum á RÚV og Kristínu Hálfdánardóttur yfirmanni mínum þar sem þær tvær héldu því blákalt fram að aldrei hefði verið um þetta samið, þrátt fyrir að það hefðu verið vitni að því!“ Adolf Ingi er einn þeirra sem fékk uppsagnarbréf á Ríkisútvarpinu á dögunum. Eftir 22 ára starf. „Nema, þetta endaði með því að þegar ég fékk uppsagnarfrestinn var mér tilkynnt að það yrði staðið við þessa greiðslu en þá var ég búinn að reyna í rúmt ár að innheimta þetta. Þeir viðurkenndu sem sagt þegar þær sögðu mér upp að þær myndu borga þetta,“ segir Adolf Ingi. Lögmenn BHM hafa reynt að semja um starfslok Adolfs Inga en hafa þar rekið sig á vegg – enginn vilji er til að semja um eitt né neitt. Nema að greiða það sem áður hafði verið samið um – og þykir Adolfi Inga það talsvert ósvífni; að vilja hafa það til marks um einhvers konar eftirgjöf við samningaborðið.Tveggja mánaða uppsagnarfrestur Uppsagnarfresturinn er ekki mikill: „Ég fæ þriggja mánaða uppsagnarfrest en þar sem ég er búinn að vera svo lengi við störf er ég á fyrirframgreiddum launum svo í raun er þetta tveggja mánaða uppsagnarfrestur.“Það mega heita kaldar kveðjur frá vinnustað sem þú hefur starfað í rúma tvo áratugi? „Mér finnst það.“ Atvikið sem Adolf Ingi lýsir, þetta með að reynt hafi verið að hlunnfara hann í launum og ganga að baki umsömdum launum tengist að hans mati tvímælalaust því að Kristín Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar, hafi viljað losna við sig. Þetta var í febrúar í fyrra. Lára Ómarsdóttir var yfir veffréttunum á þessum tíma. „Þá funduðum við Lára og Kristín og mér sagt að ég eigi að fara á vefinn. Ég er ekkert voðalega hrifinn af því en mér er gert ljóst að ég hafi engan valkost. Ég set þetta skilyrði að ég haldi vaktaálagi eða ígildi þess og Kristín samþykkir það. Ég er svo heppinn að Lára er á fundinum með okkur. Ég er svo mikið barn og bað ekki um neitt skriflegt. Ég hélt að Kristín myndi standa við þetta. Ég hélt að ef fólk lofaði einhverju stæði það við það.“Berglind og Kristín könnuðust ekkert við samkomulag við Adolf Inga á fundi.Lugu blákalt Næstu mánuði fékk Adolf Ingi greitt miðað við samkomulagið en um haustið dettur sú greiðsla út. Adolf Ingi fór til Kristínar og spurði hana hvernig stæði á því en hún fór undan í flæmingi, að sögn Adolfs Inga. Þannig gengur þetta í nokkurn tíma og er honum þá tjáð að Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sjái einhverja meinbugi á þessu. Adolf Ingi snéri sér þá til Óðins Jónssonar fréttastjóra, sem segist ætla að ganga í málið en niðurstaðan er sú saman. Eftir tólf mánuði talaði Adolf Ingi við Hallgrím Indriðason formann félags fréttamanna og hann fær það staðfest að svona liggi í málinu. Á fundi þeirra tveggja og Kristínar Hálfdánardóttur og Berglindar Bergþórsdóttur mannauðsstjóra kom svo babb í bátinn. „Þær segja nei , það var aldrei samið um þetta. Þær lugu bara blákalt. Berglind sat aldrei fundinn þannig að ég veit ekki hvernig hún getur fullyrt hverju var lofað á fundinum? Málið var síðan komið á borð lögfræðings BHM þegar ég fæ uppsagnarbréfið og þá kemur þetta með - að þeir ætli að borga mér þetta. Sáu það væntanlega að þeir eiga engan annan valkost.“Að skreyta sig með stolnum fjöðrum Í samningaviðræðum í síðustu viku þegar lögfræðingur Adolfs Inga reyndi að semja um lengri uppsagnafrest, og sátu þann fund Bjarnarnir tveir, Kristjáns og Guðmundsson, framkvæmda- og fjármálastjóri og Berglind mannauðsstjóri, þá töldu þau sér til tekna að hafa ákveðið að borga Adolf Inga það sem ég átti inni. „Lögmaðurinn benti þeim á að það væri ekki neitt til að hreykja sér af. Þetta var óskylt - tengdist ekkert starfslokum. Þá kom frá þeim við hefðum geta verið með leiðindi áfram.“Sérðu eftir því að hafa ekki farið á ársuppsagnarfrest eins og þér og öðrum starfsmönnum var boðið fyrir fáeinum árum? „Það liggur við að hafa ekki tekið biðlaunin þegar þau buðust og koma sér út. En hins vegar þegar maður heyrir svona frá þeim og fær þessar trakteringar þá veltir maður því fyrir sér hvernig yfirstjórnin er í þessu húsi - eða réttara sagt ég veit það.“Ekki eina fórnarlamb eineltisEn, er þessu máli þá þar með lokið af þinni hálfu? „Nei ég ætla í mál við RÚV út af einelti. Það verður að stöðva þennan „kúltúr“ innan fyrirtækisins. Mitt dæmi er ekkert það eina. Ég er þess fullviss að það eiga fleiri eftir að poppa upp þegar almennilega umræða kemst í gang um þetta. Það er vitað mál að þetta hefur viðgengist áður þarna. Eins og hefur komið fram þurfti fyrirtækið að borga tæknimanni þriggja ára laun vegna eineltis. Það dugði ekki til að menn rönkuðu við sér. Það virðist þurfa eitthvað meira til að tekið sé á þessu.“ Adolf Ingi hefur í sjálfu sér engar kenningar um hvaðan þetta spretti. „Eins og fleiri fréttamenn og gamlir vinnufélagar hafa orðað þetta: Það er súrrandi meðvirkni á fréttastofunni og víðar.“Og, óttinn nærir þá það andrúm? „Já, það er andrúmsloft ótta og meðvirkni sem er voðalega ríkjandi þarna. Almennir starfsmenn treysta yfirstjórnendum alls ekki og óttast þá. Alið er á óttanum með framkomunni.“Engu að tapa lengur Svo virðist sem Adolf Ingi hafi opnað þarna einhverja gátt, box Pandóru eða eitthvað í líkingu við það. „Ég er ekki í vafa um að þetta er svona í mörgum fyrirtækjum. Uppi á RÚV er fólk búið að vera í sambandi við mig sem talar á sömu nótum. kannski fáir sem hefur verið komið jafn gróflega fram við.“En, það hlýtur að þurfa kjark til að stíga fram fyrir skjöldu? „Ég veit ekki hvort það kallast kjarkur eða heimska eða það að vera búinn að fá nóg. Maður eins og vitleysingur lætur ýmislegt yfir sig ganga en þegar maður hefur engu að tapa lengur, ekki atvinnunni né neinu, hugsar maður með sér hingað og ekki lengra. Fyrir utan það að mér finnst yfirstjórnendur þarna eigi að komast að því að þeir geta ekki hagað sér eins og þeim sýnist.“ Vert er að taka fram að í samtali við Vísi sögðust bæði Kristín og Berglind að þær ætluðu ekki að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður telur sig grátt leikinn af yfirmönnum Ríkisútvarpsins og undirbýr nú málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann telur sig hafa mátt sæta. Hann segir stofnunina hafa gert tilraun til að hlunnfara sig í samningum er snúa að launakjörum. Vísir hefur áður fjallað um mál Adolfs Inga og vakti það mikla athygli. „Þegar mér var þröngvað gegn mínum vilja af vöktum og hætta að vinna í sjónvarpinu og vinna bara á vef og í útvarpi samþykkti ég það með þeim skilmálum að ég héldi mínum tekjum. Það var samþykkt, sem betur fer í votta viðurvist, því það var síðan svikið. Ég reyndi í heilt ár að fá leiðréttingu á þessu en árangurslaust,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Gengið á bak samkomulagi Adolf Ingi samdi um að halda vaktaálagi, enda taldi hann sig ekki hafa efni á að lækka í tekjum. „Síðan var haldin fundur með mér og formanni félags fréttamanna, mannauðsstjóranum á RÚV og Kristínu Hálfdánardóttur yfirmanni mínum þar sem þær tvær héldu því blákalt fram að aldrei hefði verið um þetta samið, þrátt fyrir að það hefðu verið vitni að því!“ Adolf Ingi er einn þeirra sem fékk uppsagnarbréf á Ríkisútvarpinu á dögunum. Eftir 22 ára starf. „Nema, þetta endaði með því að þegar ég fékk uppsagnarfrestinn var mér tilkynnt að það yrði staðið við þessa greiðslu en þá var ég búinn að reyna í rúmt ár að innheimta þetta. Þeir viðurkenndu sem sagt þegar þær sögðu mér upp að þær myndu borga þetta,“ segir Adolf Ingi. Lögmenn BHM hafa reynt að semja um starfslok Adolfs Inga en hafa þar rekið sig á vegg – enginn vilji er til að semja um eitt né neitt. Nema að greiða það sem áður hafði verið samið um – og þykir Adolfi Inga það talsvert ósvífni; að vilja hafa það til marks um einhvers konar eftirgjöf við samningaborðið.Tveggja mánaða uppsagnarfrestur Uppsagnarfresturinn er ekki mikill: „Ég fæ þriggja mánaða uppsagnarfrest en þar sem ég er búinn að vera svo lengi við störf er ég á fyrirframgreiddum launum svo í raun er þetta tveggja mánaða uppsagnarfrestur.“Það mega heita kaldar kveðjur frá vinnustað sem þú hefur starfað í rúma tvo áratugi? „Mér finnst það.“ Atvikið sem Adolf Ingi lýsir, þetta með að reynt hafi verið að hlunnfara hann í launum og ganga að baki umsömdum launum tengist að hans mati tvímælalaust því að Kristín Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar, hafi viljað losna við sig. Þetta var í febrúar í fyrra. Lára Ómarsdóttir var yfir veffréttunum á þessum tíma. „Þá funduðum við Lára og Kristín og mér sagt að ég eigi að fara á vefinn. Ég er ekkert voðalega hrifinn af því en mér er gert ljóst að ég hafi engan valkost. Ég set þetta skilyrði að ég haldi vaktaálagi eða ígildi þess og Kristín samþykkir það. Ég er svo heppinn að Lára er á fundinum með okkur. Ég er svo mikið barn og bað ekki um neitt skriflegt. Ég hélt að Kristín myndi standa við þetta. Ég hélt að ef fólk lofaði einhverju stæði það við það.“Berglind og Kristín könnuðust ekkert við samkomulag við Adolf Inga á fundi.Lugu blákalt Næstu mánuði fékk Adolf Ingi greitt miðað við samkomulagið en um haustið dettur sú greiðsla út. Adolf Ingi fór til Kristínar og spurði hana hvernig stæði á því en hún fór undan í flæmingi, að sögn Adolfs Inga. Þannig gengur þetta í nokkurn tíma og er honum þá tjáð að Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sjái einhverja meinbugi á þessu. Adolf Ingi snéri sér þá til Óðins Jónssonar fréttastjóra, sem segist ætla að ganga í málið en niðurstaðan er sú saman. Eftir tólf mánuði talaði Adolf Ingi við Hallgrím Indriðason formann félags fréttamanna og hann fær það staðfest að svona liggi í málinu. Á fundi þeirra tveggja og Kristínar Hálfdánardóttur og Berglindar Bergþórsdóttur mannauðsstjóra kom svo babb í bátinn. „Þær segja nei , það var aldrei samið um þetta. Þær lugu bara blákalt. Berglind sat aldrei fundinn þannig að ég veit ekki hvernig hún getur fullyrt hverju var lofað á fundinum? Málið var síðan komið á borð lögfræðings BHM þegar ég fæ uppsagnarbréfið og þá kemur þetta með - að þeir ætli að borga mér þetta. Sáu það væntanlega að þeir eiga engan annan valkost.“Að skreyta sig með stolnum fjöðrum Í samningaviðræðum í síðustu viku þegar lögfræðingur Adolfs Inga reyndi að semja um lengri uppsagnafrest, og sátu þann fund Bjarnarnir tveir, Kristjáns og Guðmundsson, framkvæmda- og fjármálastjóri og Berglind mannauðsstjóri, þá töldu þau sér til tekna að hafa ákveðið að borga Adolf Inga það sem ég átti inni. „Lögmaðurinn benti þeim á að það væri ekki neitt til að hreykja sér af. Þetta var óskylt - tengdist ekkert starfslokum. Þá kom frá þeim við hefðum geta verið með leiðindi áfram.“Sérðu eftir því að hafa ekki farið á ársuppsagnarfrest eins og þér og öðrum starfsmönnum var boðið fyrir fáeinum árum? „Það liggur við að hafa ekki tekið biðlaunin þegar þau buðust og koma sér út. En hins vegar þegar maður heyrir svona frá þeim og fær þessar trakteringar þá veltir maður því fyrir sér hvernig yfirstjórnin er í þessu húsi - eða réttara sagt ég veit það.“Ekki eina fórnarlamb eineltisEn, er þessu máli þá þar með lokið af þinni hálfu? „Nei ég ætla í mál við RÚV út af einelti. Það verður að stöðva þennan „kúltúr“ innan fyrirtækisins. Mitt dæmi er ekkert það eina. Ég er þess fullviss að það eiga fleiri eftir að poppa upp þegar almennilega umræða kemst í gang um þetta. Það er vitað mál að þetta hefur viðgengist áður þarna. Eins og hefur komið fram þurfti fyrirtækið að borga tæknimanni þriggja ára laun vegna eineltis. Það dugði ekki til að menn rönkuðu við sér. Það virðist þurfa eitthvað meira til að tekið sé á þessu.“ Adolf Ingi hefur í sjálfu sér engar kenningar um hvaðan þetta spretti. „Eins og fleiri fréttamenn og gamlir vinnufélagar hafa orðað þetta: Það er súrrandi meðvirkni á fréttastofunni og víðar.“Og, óttinn nærir þá það andrúm? „Já, það er andrúmsloft ótta og meðvirkni sem er voðalega ríkjandi þarna. Almennir starfsmenn treysta yfirstjórnendum alls ekki og óttast þá. Alið er á óttanum með framkomunni.“Engu að tapa lengur Svo virðist sem Adolf Ingi hafi opnað þarna einhverja gátt, box Pandóru eða eitthvað í líkingu við það. „Ég er ekki í vafa um að þetta er svona í mörgum fyrirtækjum. Uppi á RÚV er fólk búið að vera í sambandi við mig sem talar á sömu nótum. kannski fáir sem hefur verið komið jafn gróflega fram við.“En, það hlýtur að þurfa kjark til að stíga fram fyrir skjöldu? „Ég veit ekki hvort það kallast kjarkur eða heimska eða það að vera búinn að fá nóg. Maður eins og vitleysingur lætur ýmislegt yfir sig ganga en þegar maður hefur engu að tapa lengur, ekki atvinnunni né neinu, hugsar maður með sér hingað og ekki lengra. Fyrir utan það að mér finnst yfirstjórnendur þarna eigi að komast að því að þeir geta ekki hagað sér eins og þeim sýnist.“ Vert er að taka fram að í samtali við Vísi sögðust bæði Kristín og Berglind að þær ætluðu ekki að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent