Framkvæmdarstjóri handknattleikssambands Evrópu, EHF, segir að það sé nú til skoðunar að fjölga liðum í úrslitakeppni EM í handbolta.
EM fer næst fram í Danmörku og hefst í næsta mánuði. Ísland er þar á meðal þátttökuþjóða og í sterkum riðli með Spáni, Ungverjalandi og Noregi.
Michael Widerer, framkvæmdarstjóri EHF, segir óskin um að stækka mótið hafi komið frá aðildarsamböndunum sjálfum. Málið sé nú til skoðunar innan sambandsins og hvort að það sé raunhæft að stækka keppnina með þessum hætti.
Nú þegar er mikið álag á bestu handboltamönnum heims enda stórmót (HM eða EM) haldið á hverju auk Ólympíuleika á fjögurra ára fresti.
Handbolti