Reiðin vegna RÚV brýst fram Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2013 15:27 Melkorka og félagar. Þessir munu messa yfir grömum fundargestum. Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn verður til stuðnings Ríkisútvarpinu í Háskólabíói og hefst nú klukkan 18. Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari er ein þeirra sem boðar til fundarins og hún var að hnoða saman ræðu þegar Vísir heyrði í henni. Hún segir það ekki koma sér á óvart því óánægjan vegna ástandsins á Ríkisútvarpinu sé mjög almenn. En, eins og fram hefur komið í fréttum var þar nýverið sagt upp sextíu manns og var það ekki síst dagskrárgerðarfólk á Rás 1 sem fór undir niðurskurðarhnífinn. „Ómögulegt er að segja hversu margir mæta. Ég vona að við getum fyllt Háskólabíó. Það eru ekkert allir á Facebook (þar sem boðað var til fundarins) en við finnum mjög fyrir því hversu mörgum finnst þetta mikilvægt og alvarlegt. Og eru fegnir að hluthafafundur sé haldinn. Það gleymist nefnilega stundum að við almenningur á Ríkisútvarpið,“ segir Melkorka.Almenn reiði Og víst er að margir eru reiðir vegna uppsagnanna. Fólki er misboðið, segir Melkorka en þegar hún er spurð hvort sú reiði beinist fremur gegn Páli Magnússyni útvarpsstjóra, eða fjárveitingarvaldinu, í líki Illuga Gunnarssonar, segir hún það flókið. Og henni leiðist það hversu mjög umræðan vill stundum reynast svart/hvít. „Þetta getur til dæmis ekki snúist um að menningin sé að taka frá heilbrigðisgeiranum. Málin eru ekki svona svarthvít. Útvarpið sinnir til að mynda heilbrigðismálum mikið. Ég veit ekki hvort fólk hefur tekið eftir yfirlýsing frá Blindrafélaginu? Þar var talað um að gleymst hafi í umræðunni allt fólkið þar. Leiðinlegt þegar umræðan dettur í þetta svart/hvíta. Þetta snýst vissulega um forgangsröðun. Og þegar við stöndum frammi fyrir niðurskurði að það sé þá forgangsraðað skynsamlega og þannig að hægt sé að halda úti grunnþjónustu, halda í það góða sem byggt hefur verið upp. Í þessu tilfelli það sem ríkisútvarpinu ber skylda til gagnvart lögum og gagnvart þjóðinni að sinna. Ríkisútvarpið hefur sinnt þessu hlutverki mjög vel. Og þó einhver stjórn sé að reyna að hafa puttana í þessu þá má ekki rústa því hlutverki. Það er stóralvarlegt mál.“ Reiðin kraumar ekki síst meðal tónlistarmanna úr klassíska geiranum en Melkorka segir ekki rétt að stilla málum upp þannig, þó að það séu einkum þeir sem nú boða til þessa fundar. „Reiðin gagnvart ástandinu er almenn og kemur allstaðar að úr samfélaginu.“Ráðist að innsta kjarna menningar Í fundarboði segir að með fjöldauppsögnum á Ríkisútvarpinu þann 27. nóvember hafi stjórnendur Ríkisútvarpsins fjarlægst enn frekar lögbundið hlutverk stofnunarinnar sem menningar- og upplýsingamiðils í eigu þjóðarinnar. „Ráðist hefur verið á innsta kjarna íslenskrar menningar og áratuga starf í þágu heillar þjóðar gert að engu.“ Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum.í meðfylgjandi myndbandi tala þauSalvör Nordal heimspekingur, Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður, Jón Kalmann rithöfundur, Elín Hansdóttir myndlistarmaður, Daníel Bjarnason tónskáld og Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður til stuðnings Ríkisútvarpinu. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn verður til stuðnings Ríkisútvarpinu í Háskólabíói og hefst nú klukkan 18. Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari er ein þeirra sem boðar til fundarins og hún var að hnoða saman ræðu þegar Vísir heyrði í henni. Hún segir það ekki koma sér á óvart því óánægjan vegna ástandsins á Ríkisútvarpinu sé mjög almenn. En, eins og fram hefur komið í fréttum var þar nýverið sagt upp sextíu manns og var það ekki síst dagskrárgerðarfólk á Rás 1 sem fór undir niðurskurðarhnífinn. „Ómögulegt er að segja hversu margir mæta. Ég vona að við getum fyllt Háskólabíó. Það eru ekkert allir á Facebook (þar sem boðað var til fundarins) en við finnum mjög fyrir því hversu mörgum finnst þetta mikilvægt og alvarlegt. Og eru fegnir að hluthafafundur sé haldinn. Það gleymist nefnilega stundum að við almenningur á Ríkisútvarpið,“ segir Melkorka.Almenn reiði Og víst er að margir eru reiðir vegna uppsagnanna. Fólki er misboðið, segir Melkorka en þegar hún er spurð hvort sú reiði beinist fremur gegn Páli Magnússyni útvarpsstjóra, eða fjárveitingarvaldinu, í líki Illuga Gunnarssonar, segir hún það flókið. Og henni leiðist það hversu mjög umræðan vill stundum reynast svart/hvít. „Þetta getur til dæmis ekki snúist um að menningin sé að taka frá heilbrigðisgeiranum. Málin eru ekki svona svarthvít. Útvarpið sinnir til að mynda heilbrigðismálum mikið. Ég veit ekki hvort fólk hefur tekið eftir yfirlýsing frá Blindrafélaginu? Þar var talað um að gleymst hafi í umræðunni allt fólkið þar. Leiðinlegt þegar umræðan dettur í þetta svart/hvíta. Þetta snýst vissulega um forgangsröðun. Og þegar við stöndum frammi fyrir niðurskurði að það sé þá forgangsraðað skynsamlega og þannig að hægt sé að halda úti grunnþjónustu, halda í það góða sem byggt hefur verið upp. Í þessu tilfelli það sem ríkisútvarpinu ber skylda til gagnvart lögum og gagnvart þjóðinni að sinna. Ríkisútvarpið hefur sinnt þessu hlutverki mjög vel. Og þó einhver stjórn sé að reyna að hafa puttana í þessu þá má ekki rústa því hlutverki. Það er stóralvarlegt mál.“ Reiðin kraumar ekki síst meðal tónlistarmanna úr klassíska geiranum en Melkorka segir ekki rétt að stilla málum upp þannig, þó að það séu einkum þeir sem nú boða til þessa fundar. „Reiðin gagnvart ástandinu er almenn og kemur allstaðar að úr samfélaginu.“Ráðist að innsta kjarna menningar Í fundarboði segir að með fjöldauppsögnum á Ríkisútvarpinu þann 27. nóvember hafi stjórnendur Ríkisútvarpsins fjarlægst enn frekar lögbundið hlutverk stofnunarinnar sem menningar- og upplýsingamiðils í eigu þjóðarinnar. „Ráðist hefur verið á innsta kjarna íslenskrar menningar og áratuga starf í þágu heillar þjóðar gert að engu.“ Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum.í meðfylgjandi myndbandi tala þauSalvör Nordal heimspekingur, Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður, Jón Kalmann rithöfundur, Elín Hansdóttir myndlistarmaður, Daníel Bjarnason tónskáld og Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður til stuðnings Ríkisútvarpinu.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira