Breyttur bíll með sama andlit Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 11:15 Audi A3 Reynsluakstur - Audi A3 Audi A3 er næstminnsti framleiðslubíll Audi, aðeins A1 er minni. Audi A3 er nú nýkominn af þriðju kynslóð, en sú fyrsta kom fram á sjónarsviðið árið 1996 og leysti þá af Audi 50 bílinn. Í fyrstu virðist þessi þriðja kynslóð bílsins ekki mjög frábrugðin afar vel heppnaðri annarri kynslóð bílsins sem lifað hafði ótrúlega lengi, eða í 10 ár. Þegar betur er skoðað er svo til allt nýtt við þennan bíl. Með þessari þriðju kynslóð A3 býðst hann í fyrsta skipti einnig í sedan útgáfu, auk stallbaksins sem fá má bæði þriggja og fimm dyra. A3 hefur ávallt verið fallegur bíll en líklega er þessi nýjasta sedan gerð hans, með venjulegu skotti, sú alfríðasta. Audi A3 er margverðlaunaður og nú þegar hefur þessi nýja kynslóð hans unnið til nokkurra verðlauna. Eins og títt er um bíla í stóru Volkswagen fjölskyldunni er sami MQB undivagn notaður í þennan bíl og nokkrar aðrar gerðir, svo sem Volkswagen Golf.Flestallt breytt þó það sjáist ekki Það hefur ávallt verið stefna í herbúðum Volkswagen fjölskyldunnar að breyta ekki stórkostlega í útliti vel heppnuðum sölubílum og það á við A3. Það gildir samt ekki um innihaldið, því svo til allt er nýtt í þessum bíl. Það þarf samt eiginlega eiganda af annarri gerð hans til að greina hve mörgu hefur raunverulega verið breytt. Fyrir það fyrsta er bíllinn kominn með nýjan undirvagn, allar vélarnar sem eru í boði eru nýjar eða breyttar og hann er nú mun betur búinn að allri tækni. Nýi A3 er örlítið stærri og rýmri, en samt hefur hann lést um heil 80 kíló milli kynslóða, sem er heilmikið fyrir ekki stærri bíl. Bíllinn hefur frá upphafi verið sportlegur og fríður að ytra útliti og ekki hefur það versnað með nýrri kynslóð. Stallbakurinn lítur vel út en nýja sedan gerð hans slær honum þó við. Það er reyndar eins gott að þessi bíll sé fallegur því hann etur kappi við engin greppitrýni, þ.e. bíla eins og BMW 1-línuna, Mercedes Benz A-Class, Volvo V40, sem allir eru fallegir bílar.Slekkur á tveimur strokkum Margir vélarkostir eru í boði í A3, 5 gerðir bensínvéla og 2 gerðir dísilvéla. Minnsta bensínvélin er 1,2 lítra og 105 hestöfl, en 1,4 lítra vélina má bæði fá 122 og 140 hestafla útgáfu. Þá er hann einnig í boði með 1,8 lítra og 180 hestafla vél og alöflugasta vélin er svo í S3 kraftaútgáfu bílsins, en hún er 300 hestöfl og 2,0 lítra sprengirými. Sá bíll er aðeins 5,1 sekúndu í hundraðið. Dísilvélarnar eru 1,6 lítra og 105 hestafla og 2,0 lítra og 150 hestöfl. Bíllinn sem prófaður var er með 122 hestafla bensínvélina. Það verður að segjast að undirritaður hélt að þessi vél væri skráð fyrir mun fleiri hestöflum því bíllinn er afar sprækur með henni. Vélin er tengd við 7 gíra S-Tronic sjálfskiptingu sem svínvirkar og skilar því besta úr vélarhúsinu til framhjólanna. Því er ekki endilega þörf á að kaupa sér stærri vél í þennan bíl til að njóta allra þeirra góðu akstureiginleika sem hann hefur. Þessi vél er að auki útbúin afar snjöllum búnaði sem slekkur á tveimur af strokkum hennar ef mikils afls er ekki þörf og þá snarminnkar eyðslan. Bíllinn er með uppgefna eyðslu uppá 5,0 lítra, ágætt fyrir lúxusbíl af þessari stærð. Uppgefin eyðsla dísilvélanna tveggja er 3,8 og 3,9 lítrar og er verð þeirra sitthvoru megin við verð reynsluakstursbílsins. Hvorugur þeirra er þó jafn sprettharður og því erfitt að mæla með einni gerð umfram aðra. Bíllinn er lipur með snarpar og nákvæmar hreyfingar og fjöðrunin hæfilega stíf. Óneitanlega fór reynsluökumaður að láta sig dreyma um að vera með ennþá fleiri hestöfl undir vélarhlífinni því undirvagn þessa bíls býður uppá ferlega skemmtilegan akstur.Innréttingin slær við þeim flestum Innréttingin í Audi A3 er eins og við má búast frá Audi mjög vel úr garði gert. Það slá fáir við Audi þar, nema kannski Porsche. Öll stjórntæki og mælaborð eru svo notendavæn að varla er hægt að gera betur og útlitið allt hrikalega flott. Það sem kemur kannski mest á óvart við innréttinguna er að hún er enginn eftirbátur innréttinga í stærri og dýrari bílum Audi og verður það að teljast nokkuð langt gengið. Gott dæmi um þetta er 7 tommu skjárinn sem sprettur uppúr miðju mælaborðinu þegar bíllinn er ræstur. Þar má stjórna hljóðkerfi, símabúnaði og aksturstölvunni. Framsætin eru góð í bílnum og vel fer um fullorðna afturí, ef þeir eru ekki mjög hávaxnir. Einn af ókostum bílsins er hinsvegar útsýni aftaní honum sökum smæðar glugganna. Verð Audi A3 er á pari við samkeppnisbíla hans, Mercedes Benz A-Class, BMW 1-línuna og Volvo V40. Þeir eru allir á svipuðu verði. Ódýrasta gerð A3 er á 4.640.000 en sú tala getur hækkað hratt ef bætt er í hann ýmsum þeim aukabúnaði sem í boði er. Það hefur alltaf verið einn af fáum ókostum Audi bíla.Kostir: Akstureiginleikar, innrétting, vélarÓkostir: Skert útsýni afturí, verð aukabúnaðar1,4 l. bensínvél, 122 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 116 g/km CO2Hröðun: 9,3 sek.Hámarkshraði: 203 km/klstVerð frá: 4.990.000 kr.Umboð: HeklaS-Tronic sjálfskiptingin er góð sem fyrr. Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent
Reynsluakstur - Audi A3 Audi A3 er næstminnsti framleiðslubíll Audi, aðeins A1 er minni. Audi A3 er nú nýkominn af þriðju kynslóð, en sú fyrsta kom fram á sjónarsviðið árið 1996 og leysti þá af Audi 50 bílinn. Í fyrstu virðist þessi þriðja kynslóð bílsins ekki mjög frábrugðin afar vel heppnaðri annarri kynslóð bílsins sem lifað hafði ótrúlega lengi, eða í 10 ár. Þegar betur er skoðað er svo til allt nýtt við þennan bíl. Með þessari þriðju kynslóð A3 býðst hann í fyrsta skipti einnig í sedan útgáfu, auk stallbaksins sem fá má bæði þriggja og fimm dyra. A3 hefur ávallt verið fallegur bíll en líklega er þessi nýjasta sedan gerð hans, með venjulegu skotti, sú alfríðasta. Audi A3 er margverðlaunaður og nú þegar hefur þessi nýja kynslóð hans unnið til nokkurra verðlauna. Eins og títt er um bíla í stóru Volkswagen fjölskyldunni er sami MQB undivagn notaður í þennan bíl og nokkrar aðrar gerðir, svo sem Volkswagen Golf.Flestallt breytt þó það sjáist ekki Það hefur ávallt verið stefna í herbúðum Volkswagen fjölskyldunnar að breyta ekki stórkostlega í útliti vel heppnuðum sölubílum og það á við A3. Það gildir samt ekki um innihaldið, því svo til allt er nýtt í þessum bíl. Það þarf samt eiginlega eiganda af annarri gerð hans til að greina hve mörgu hefur raunverulega verið breytt. Fyrir það fyrsta er bíllinn kominn með nýjan undirvagn, allar vélarnar sem eru í boði eru nýjar eða breyttar og hann er nú mun betur búinn að allri tækni. Nýi A3 er örlítið stærri og rýmri, en samt hefur hann lést um heil 80 kíló milli kynslóða, sem er heilmikið fyrir ekki stærri bíl. Bíllinn hefur frá upphafi verið sportlegur og fríður að ytra útliti og ekki hefur það versnað með nýrri kynslóð. Stallbakurinn lítur vel út en nýja sedan gerð hans slær honum þó við. Það er reyndar eins gott að þessi bíll sé fallegur því hann etur kappi við engin greppitrýni, þ.e. bíla eins og BMW 1-línuna, Mercedes Benz A-Class, Volvo V40, sem allir eru fallegir bílar.Slekkur á tveimur strokkum Margir vélarkostir eru í boði í A3, 5 gerðir bensínvéla og 2 gerðir dísilvéla. Minnsta bensínvélin er 1,2 lítra og 105 hestöfl, en 1,4 lítra vélina má bæði fá 122 og 140 hestafla útgáfu. Þá er hann einnig í boði með 1,8 lítra og 180 hestafla vél og alöflugasta vélin er svo í S3 kraftaútgáfu bílsins, en hún er 300 hestöfl og 2,0 lítra sprengirými. Sá bíll er aðeins 5,1 sekúndu í hundraðið. Dísilvélarnar eru 1,6 lítra og 105 hestafla og 2,0 lítra og 150 hestöfl. Bíllinn sem prófaður var er með 122 hestafla bensínvélina. Það verður að segjast að undirritaður hélt að þessi vél væri skráð fyrir mun fleiri hestöflum því bíllinn er afar sprækur með henni. Vélin er tengd við 7 gíra S-Tronic sjálfskiptingu sem svínvirkar og skilar því besta úr vélarhúsinu til framhjólanna. Því er ekki endilega þörf á að kaupa sér stærri vél í þennan bíl til að njóta allra þeirra góðu akstureiginleika sem hann hefur. Þessi vél er að auki útbúin afar snjöllum búnaði sem slekkur á tveimur af strokkum hennar ef mikils afls er ekki þörf og þá snarminnkar eyðslan. Bíllinn er með uppgefna eyðslu uppá 5,0 lítra, ágætt fyrir lúxusbíl af þessari stærð. Uppgefin eyðsla dísilvélanna tveggja er 3,8 og 3,9 lítrar og er verð þeirra sitthvoru megin við verð reynsluakstursbílsins. Hvorugur þeirra er þó jafn sprettharður og því erfitt að mæla með einni gerð umfram aðra. Bíllinn er lipur með snarpar og nákvæmar hreyfingar og fjöðrunin hæfilega stíf. Óneitanlega fór reynsluökumaður að láta sig dreyma um að vera með ennþá fleiri hestöfl undir vélarhlífinni því undirvagn þessa bíls býður uppá ferlega skemmtilegan akstur.Innréttingin slær við þeim flestum Innréttingin í Audi A3 er eins og við má búast frá Audi mjög vel úr garði gert. Það slá fáir við Audi þar, nema kannski Porsche. Öll stjórntæki og mælaborð eru svo notendavæn að varla er hægt að gera betur og útlitið allt hrikalega flott. Það sem kemur kannski mest á óvart við innréttinguna er að hún er enginn eftirbátur innréttinga í stærri og dýrari bílum Audi og verður það að teljast nokkuð langt gengið. Gott dæmi um þetta er 7 tommu skjárinn sem sprettur uppúr miðju mælaborðinu þegar bíllinn er ræstur. Þar má stjórna hljóðkerfi, símabúnaði og aksturstölvunni. Framsætin eru góð í bílnum og vel fer um fullorðna afturí, ef þeir eru ekki mjög hávaxnir. Einn af ókostum bílsins er hinsvegar útsýni aftaní honum sökum smæðar glugganna. Verð Audi A3 er á pari við samkeppnisbíla hans, Mercedes Benz A-Class, BMW 1-línuna og Volvo V40. Þeir eru allir á svipuðu verði. Ódýrasta gerð A3 er á 4.640.000 en sú tala getur hækkað hratt ef bætt er í hann ýmsum þeim aukabúnaði sem í boði er. Það hefur alltaf verið einn af fáum ókostum Audi bíla.Kostir: Akstureiginleikar, innrétting, vélarÓkostir: Skert útsýni afturí, verð aukabúnaðar1,4 l. bensínvél, 122 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 116 g/km CO2Hröðun: 9,3 sek.Hámarkshraði: 203 km/klstVerð frá: 4.990.000 kr.Umboð: HeklaS-Tronic sjálfskiptingin er góð sem fyrr.
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent