Eftirlitsstofnanir með síma- og netfyrirtækjum í fjársvelti Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2013 18:09 Innanríkisráðherra segir Persónuvernd ekki geta sinnt frumkvæðisskyldu sinni og síma- og netfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Vodafone-innbrotið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira