Lífið

Myndirnar af Kate Moss fyrir Playboy afhjúpaðar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir nýjasta hefti Playboy þar sem sextíu ára afmæli tímaritsins er fagnað.

Ofurfyrirsætan Kate Moss er á forsíðunni en hún fækkar fötum inní blaðinu. Á forsíðunni er hún í kanínubúning en myndirnar voru teknar af tískuljósmyndurunum Mert Alas og Marcus Piggott.

Forsíðustúlka.
Þetta er ekki í fyrsta sinn á 25 ára fyrirsætuferli sem Kate situr fyrir án fata. Hún sat nýverið fyrir fyrir Versace og huldi líkama sinn aðeins með töskum. Þá auglýsti hún brúnkukrem frá St. Tropez í maí á þessu ári á Evuklæðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.