Talinn fíkniefnasali eftir Vodafone-leka Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2013 15:41 Eyjólfur. Skilaboð hans um nýtt spil voru umsvifalaust túlkuð sem svo að Eyjólfur stæði í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Kári Eiríksson Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er sagður dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa en eðlilega er margt sem lætur manni líða betur. Megi aðrir hafa skömmina.“Auglýsti framleiðslu en ekki á fíkniefnum Eyjólfur er eitt fórnarlamba Vodafone-lekans og þá með allsérstæðum hætti. Hann fékk ábendingu varðandi umræðu á netinu og sneri að meintri fíkniefnasölu hans. „Þetta mátti víst allt lesa út úr skilaboðum sem mér bárust í gegnum heimasíðu Vodafone í sumar. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Þetta lítur ógeðslega vel út maður. Heldurðu að þú gætir útbúið svona 1000 stk. sem ég gæti tekið með og selt á Þjóðhátíð? Myndi rjúka út á 12.900 stykkið.“ Ekki þurfti frekari vitnanna við. „Sannarlega varða skilaboðin framleiðslu og það mína eigin framleiðslu. En ekki á fíkniefnum, heldur útileikfangi sem ég hef verið að þróa síðustu tvö ár. Þó svo ég trúi því að leikurinn sé ávanabindandi þá er fulldjúpt í árina tekið að setja hann í flokk með almennum fíkniefnum Umrætt sms kemur í kjölfarið á mynd sem ég sendi af frumgerð fyrirbærisins, og er blanda af hrósi, gríni og kaldhæðni milli tveggja vina,“ segir Eyjólfur.Látið einkamál annarra í friði Eyjólfur segir þessa frjálslegu túlkun og forvitni segja ýmislegt um það samfélag sem internetið er orðið. Og hann hefur þetta að segja til forvitinna á netinu: „Til ykkar sem höfðuð fyrir því að gramsa í gegnum mín sms og draga ykkar dapurlegu ályktanir, þá vil ég segja þetta; Lærið lexíu. Látið einkamál annarra í friði og nýtið frekar tímann í eitthvað uppbyggilegt. Til dæmis að rækta ykkar eigið siðferði og almennan þankagang.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eyjólfur hefur sagt þessa sögu sína á Facebook og vonar að sem flestir sjái þá frásögn, sem líklega er „hin besta auglýsing fyrir leikfangið mitt sem vonandi kemur í sölu næsta sumar. En ég vara ykkur við. Leikurinn gæti reynst hættulega ávanabindandi.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira