Stærðfræðilæsi íslenskra barna hrynur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. desember 2013 20:05 "Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
"Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira