Lífið

Hraðfréttamenn velja sannar gjafir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Benedikt hress með bolta.
Benedikt hress með bolta.
Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson voru ekki í vandræðum með að velja sér sanna gjöf hjá UNICEF fyrir jólin: Fótbolta og vítamínbætt jarðhnetumauk.

„Það skiptir gríðarlega miklu máli að börn geti leikið sér. Slíkt hjálpar þeim mikið,“ segir Benedikt um fótboltann. Skemmtilegur fótboltaleikur hjálpar börnum á flótta að gleyma stund og stað – og gefur þeim tækifæri til að vera börn. Hann minnkar auk þess kvíða og dregur úr streitu.

„Að vera svangur er vont og það á ekkert barn að deyja úr hungri. Þessi gjöf bjargar einfaldlega lífi barna,“ segir Fannar um vítamínbætta jarðhnetumaukið sem hann ætlar augljóslega ekki að borða sjálfur. Maukið hefur valdið byltingu í meðferð við vannæringu og verður nú sent til aðframkominna barna sem þurfa á því að halda.

Fannar og maukið.
Bóluefni gegn mænusótt rýkur út

Sannar gjafir UNICEF njóta æ meiri vinsælda. Fyrir jólin hefur bóluefni gegn mænusótt verið vinsælasta gjöfin en fast á eftir fylgja gefandi gjafakörfur fullar af hjálpargögnum, námsgögn og moskítónet.

Börn í flóttamannabúðum í Búrúndí leika sér með fótbolta.
Á vefnum sannargjafir.is er að finna allt frá ormalyfjum til ungbarnavigta – í öllum verðflokkum. Sannar gjafir UNICEF eru keyptar í nafni þess sem fólk langar að gleðja og persónuleg kveðja er skrifuð á gjafabréfið. Hjálpargögnin sjálf eru hins vegar send úr birgðastöð UNICEF til barna í neyð.

Öll eiga þau það sameiginlegt að bæta líf barna um víða veröld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.