Sport

55 metra vallarmark sekúndum fyrir leikslok tryggði sigurinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sam Koch og Tucker fagna því þegar boltinn skreið yfir.
Sam Koch og Tucker fagna því þegar boltinn skreið yfir. nordicphotos/Getty
Baltimore Ravens unnu dramatískan sigur á Detroit Lions í mánudagsleiknum í NFL-deildinni í gærkvöldi.

Bæði lið eru í kapphlaupi um sæti í úrslitakeppninni sem framundan er. Baltimore hafði verið á mikilli siglingu en farið að fjara undan ljónunum frá Michigan.

Baltimore hafði 18-16 sigur en hetja kvöldsins var sparkarinn Justin Tucker. Þegar 43 sekúndur voru eftir á klukkunni tókst honum að skora vallarmark af 55 metra færi (61 jard) og breyta stöðunni úr 15-16 í 18-16.

Detroit hafði 43 sekúndur og þrjú leikhlé til þess að fara í sína síðustu sókn. Boltinn tapaðist hins vegar um leið og leiknum í sjálfu sér lokið.

Baltimore hefur unnið átta leiki og tapað sex en staða Detroit er sjö unnir leikir gegn sjö töpuðum. Liðið þarf að vinna síðustu leiki sína og treysta á hagstæð úrslit til að komast í úrslitakeppnina.

Allt það helsta úr leiknum í nótt, þar á meðal sigurspyrnu Tucker, má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×