Innlent

Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn

Boði Logason skrifar
Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag.

Fréttavefur Morgunblaðsins greinir frá þessu. Þar segir einnig að dómari eigi eftir að taka ákvörðun um hvort að þinghaldið verði lokað.

Verjandi mannsins fór fram á það að móðir stúlkunnar sæti geðrannsókn en réttargæslumaður hennar mótmæli þessu og ríkissaksóknari taldi að ekki væru lagaskilyrði fyrir rannsókninni nema með samþykki hennar. Næsta þinghald í málinu fer fram eftir áramót.

Maðurinn er ákærður fyrir að hrista dóttur sína með slíkri hörku að hún lést vegna blæðingar í heila. Atvikið átti sér stað á heimili hans þann 17. mars síðastliðinn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald, og síðar í farbann.

Bráðabirgðaniðurstaða benti til þess að barnið hafi látist af völdum blæðinga í heila eftir svokallað "shaken baby syndrome".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×