Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2013 19:26 Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. Orkustofnun ætlar að leita næst í Öxarfirði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Þórarin Svein Arnarson, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Rannsóknaskip var í haust notað til að ná tuttugu borkjarnasýnum af hafsbotni á þremur svæðum í Skjálfanda en þetta var samstarfsverkefni Orkustofnunar, ÍSOR og Háskóla Íslands. Olíurannsóknastofa í Noregi hefur nú greint sýnin.Skip Djúptækni, Kafari Ak, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa i október sl.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Á svæðinu næst Húsavík fannst reyndar metangas, en það myndast við niðurbrot á lífrænum efnum í setinu. Hins vegar sáust hvorki merki um jarðgas né jarðolíu í sýnunum. Á svæðum fjær Húsavík fundust engin ummerki um gas, ekki einu sinni metangas, og voru niðurstöðurnar afgerandi. Ráðist var í rannsóknirnar á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti vorið 2011 og mælti fyrir um að tryggðir yrðu fjármunir til markvissra rannsókna á því hvort olía eða gas fyndist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Lengi hafði verið þrýst á slíkar rannsóknir en árið 1982 var boruð rannsóknarhola í Flatey í Skjálfanda. Merkja um olíu eða gas hefur einnig verið leitað í borholum í Grímsey án árangurs. Skjálfandaflói var talinn einna vænlegastur að þessu leyti en þar höfðu jarðvísindamenn kortlagt mörghundruð holur á hafsbotni sem þóttu minna á grópir sem einkenna þekkt olíusvæði, eins og í Norðursjó. „Það er því ljóst að ekki eru líkur á því að jarðgas sé að finna í Skjálfandanum," segir Orkustofnun um niðurstöðurnar og telur að uppstreymi jarðhitavatns eða grunnvatns geti skýrt holurnar.Borkjarnasýnin voru send til olíurannsóknastofu í Noregi.Menn hafa þó ekki gefið upp vonina. „Það er ennþá möguleiki í Öxarfirðinum enda hefur fundist þar jarðgas í sýnum. Við förum núna og skoðum það betur,“ sagði Þórarinn Sveinn Arnarson. Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. Orkustofnun ætlar að leita næst í Öxarfirði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Þórarin Svein Arnarson, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Rannsóknaskip var í haust notað til að ná tuttugu borkjarnasýnum af hafsbotni á þremur svæðum í Skjálfanda en þetta var samstarfsverkefni Orkustofnunar, ÍSOR og Háskóla Íslands. Olíurannsóknastofa í Noregi hefur nú greint sýnin.Skip Djúptækni, Kafari Ak, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa i október sl.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Á svæðinu næst Húsavík fannst reyndar metangas, en það myndast við niðurbrot á lífrænum efnum í setinu. Hins vegar sáust hvorki merki um jarðgas né jarðolíu í sýnunum. Á svæðum fjær Húsavík fundust engin ummerki um gas, ekki einu sinni metangas, og voru niðurstöðurnar afgerandi. Ráðist var í rannsóknirnar á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti vorið 2011 og mælti fyrir um að tryggðir yrðu fjármunir til markvissra rannsókna á því hvort olía eða gas fyndist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Lengi hafði verið þrýst á slíkar rannsóknir en árið 1982 var boruð rannsóknarhola í Flatey í Skjálfanda. Merkja um olíu eða gas hefur einnig verið leitað í borholum í Grímsey án árangurs. Skjálfandaflói var talinn einna vænlegastur að þessu leyti en þar höfðu jarðvísindamenn kortlagt mörghundruð holur á hafsbotni sem þóttu minna á grópir sem einkenna þekkt olíusvæði, eins og í Norðursjó. „Það er því ljóst að ekki eru líkur á því að jarðgas sé að finna í Skjálfandanum," segir Orkustofnun um niðurstöðurnar og telur að uppstreymi jarðhitavatns eða grunnvatns geti skýrt holurnar.Borkjarnasýnin voru send til olíurannsóknastofu í Noregi.Menn hafa þó ekki gefið upp vonina. „Það er ennþá möguleiki í Öxarfirðinum enda hefur fundist þar jarðgas í sýnum. Við förum núna og skoðum það betur,“ sagði Þórarinn Sveinn Arnarson.
Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08