Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2013 19:26 Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. Orkustofnun ætlar að leita næst í Öxarfirði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Þórarin Svein Arnarson, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Rannsóknaskip var í haust notað til að ná tuttugu borkjarnasýnum af hafsbotni á þremur svæðum í Skjálfanda en þetta var samstarfsverkefni Orkustofnunar, ÍSOR og Háskóla Íslands. Olíurannsóknastofa í Noregi hefur nú greint sýnin.Skip Djúptækni, Kafari Ak, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa i október sl.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Á svæðinu næst Húsavík fannst reyndar metangas, en það myndast við niðurbrot á lífrænum efnum í setinu. Hins vegar sáust hvorki merki um jarðgas né jarðolíu í sýnunum. Á svæðum fjær Húsavík fundust engin ummerki um gas, ekki einu sinni metangas, og voru niðurstöðurnar afgerandi. Ráðist var í rannsóknirnar á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti vorið 2011 og mælti fyrir um að tryggðir yrðu fjármunir til markvissra rannsókna á því hvort olía eða gas fyndist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Lengi hafði verið þrýst á slíkar rannsóknir en árið 1982 var boruð rannsóknarhola í Flatey í Skjálfanda. Merkja um olíu eða gas hefur einnig verið leitað í borholum í Grímsey án árangurs. Skjálfandaflói var talinn einna vænlegastur að þessu leyti en þar höfðu jarðvísindamenn kortlagt mörghundruð holur á hafsbotni sem þóttu minna á grópir sem einkenna þekkt olíusvæði, eins og í Norðursjó. „Það er því ljóst að ekki eru líkur á því að jarðgas sé að finna í Skjálfandanum," segir Orkustofnun um niðurstöðurnar og telur að uppstreymi jarðhitavatns eða grunnvatns geti skýrt holurnar.Borkjarnasýnin voru send til olíurannsóknastofu í Noregi.Menn hafa þó ekki gefið upp vonina. „Það er ennþá möguleiki í Öxarfirðinum enda hefur fundist þar jarðgas í sýnum. Við förum núna og skoðum það betur,“ sagði Þórarinn Sveinn Arnarson. Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. Orkustofnun ætlar að leita næst í Öxarfirði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Þórarin Svein Arnarson, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Rannsóknaskip var í haust notað til að ná tuttugu borkjarnasýnum af hafsbotni á þremur svæðum í Skjálfanda en þetta var samstarfsverkefni Orkustofnunar, ÍSOR og Háskóla Íslands. Olíurannsóknastofa í Noregi hefur nú greint sýnin.Skip Djúptækni, Kafari Ak, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa i október sl.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Á svæðinu næst Húsavík fannst reyndar metangas, en það myndast við niðurbrot á lífrænum efnum í setinu. Hins vegar sáust hvorki merki um jarðgas né jarðolíu í sýnunum. Á svæðum fjær Húsavík fundust engin ummerki um gas, ekki einu sinni metangas, og voru niðurstöðurnar afgerandi. Ráðist var í rannsóknirnar á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti vorið 2011 og mælti fyrir um að tryggðir yrðu fjármunir til markvissra rannsókna á því hvort olía eða gas fyndist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Lengi hafði verið þrýst á slíkar rannsóknir en árið 1982 var boruð rannsóknarhola í Flatey í Skjálfanda. Merkja um olíu eða gas hefur einnig verið leitað í borholum í Grímsey án árangurs. Skjálfandaflói var talinn einna vænlegastur að þessu leyti en þar höfðu jarðvísindamenn kortlagt mörghundruð holur á hafsbotni sem þóttu minna á grópir sem einkenna þekkt olíusvæði, eins og í Norðursjó. „Það er því ljóst að ekki eru líkur á því að jarðgas sé að finna í Skjálfandanum," segir Orkustofnun um niðurstöðurnar og telur að uppstreymi jarðhitavatns eða grunnvatns geti skýrt holurnar.Borkjarnasýnin voru send til olíurannsóknastofu í Noregi.Menn hafa þó ekki gefið upp vonina. „Það er ennþá möguleiki í Öxarfirðinum enda hefur fundist þar jarðgas í sýnum. Við förum núna og skoðum það betur,“ sagði Þórarinn Sveinn Arnarson.
Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08