Erlent

Leikarinn Peter O´Toole látinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Peter O´Toole hlaut heiðuróskarsverðlaun árið 2003, við þeim tók hann úr hendi Meryl Streep.
Peter O´Toole hlaut heiðuróskarsverðlaun árið 2003, við þeim tók hann úr hendi Meryl Streep. mynd/AFP
Leikarinn Peter O´Toole er látinn 81 árs að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Arabíu-Lárens í samnefndri kvikmynd frá árinu 1962 í leikstjórn Sir Davids Lean.

O´Toole var fæddur á Írlandi og alinn upp þar og í Englandi. Hann steig fyrst á svið 17 ára gamall í Bristol og London en hann sló í gegn í Lawrence of Arabia.

Hann fékk átta tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk og hefur enginn leikari fengið jafn margar slíkar tilnefningar án þess að hljóta verðlaunin.

Aftur á móti hlaut hann heiðursóskarsverðlaun árið 2003. Í fyrstu neitaði O´Toole að taka við heiðursverðlaununum þar sem hann var á svipuðum tíma að leika í mynd sem hann vonaðist til þess að fá Óskarinn fyrir.

Hér að neðan má sjá brot úr myndinni Arabíu-Lárens (e. Lawrense of Arabia):




Fleiri fréttir

Sjá meira


×