Erlent

Paul Walker kvaddur

Getty
Jarðarför leikarans Paul Walker fór fram í gær, tveimur vikum eftir bílslysið sem varð honum að bana.

Um það bil fimmtíu manns voru viðstaddir athöfnina.

Útförin fór fram í Los Angeles og var um það bil fjörtíu mínútur.

Foreldrar leikarans voru viðstaddir, bræður hans og fleiri fjölskyldumeðlmir, ásamt nánum vinum leikarans.

Paul Walker var fjörtíu ára þegar hann lést þann 30. nóvember síðastliðinn í bílslysi. Roger Rodas, vinur leikarans, var með í för og var sá sem keyrði bílinn þegar áreksturinn varð. Þeir voru að koma af góðgerðarsamkomu.

Walker skilur eftir sig fimmtán ára dóttur, Meadow, foreldra sína, Paul og Cheryl Walker, tvo bræður, Cody og Caleb Walker og systur, Ashley Walker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×