Innlent

Rógburðurinn reyndist vera menntaskólahrekkur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
„Þetta var allt bara eitthvað grín. Ég skildi Facebook-síðuna mína eftir opna og vinur minn sem leggur mikið upp úr gríni setti þessa færslu inn,“ segir Brynjólfur Haukur Ingólfsson, 17 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Eins og fram hefur komið á Vísi tók framkvæmdarstjóri City taxa ekki vel í þetta og grunaði samkeppnisaðila sína um græsku.

Færslan á síðunni hans hefur vakið mikla athygli en á síðuna skrifaði vinur hans, Daníel Aron Lárusson, í nafni ímyndaðs leigubílstjóra:

„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“

Vinur Brynjólfs setti færsluna inn um miðnætti í gær. „Við vorum að læra fram eftir og svo fór ég í próf í morgun og sá þetta ekki fyrr en eftir það,“ segir Brynjólfur.

Þá var færslan komin með hátt í 300 „like“. „Aldrei hefði mér dottið í hug að þetta myndi vekja svona mikla athygli, segir hann. „Þetta er alveg ruglað.“

„Ég vil ekki lenda í neinu veseni útaf þessu og ég er mjög hissa á því hvernig þetta hefur þróast,“ segir Brynjólfur sem tekur þó fram að honum finnst þetta þrátt fyrir allt vera mjög fyndið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×