Bílgreinasambandið hefur áhyggjur af bílaleigumarkaðnum Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 14:30 Nýjum bílaleigubílum er hætt að fjölga. Bílgreinasambandið lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á íslenska bílaleigumarkaðnum. Bílaleigur hafa undanfarin ár verið lang stærsti kaupandi nýrra bíla á Íslandi og verið einn helsti drifkraftur í endurnýjun bifreiðaflota landsmanna og um leið stuðlað að lækkun CO2 losunar íslenska bifreiðaflotans og er það vel. Þær breytingar sem gerðar voru á vörugjöldum bílaleigubíla um síðastliðin áramót hafa hins vegar haft þau áhrif að verulega hefur dregið úr kaupum bílaleiga á nýjum bílum á árinu. Fyrirséð er að kaupgeta bílaleiga mun dragast enn meira saman með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bílainnflytjendur, ef ekkert er að gert. Þessu til stuðnings má benda á að nýskráðir bílaleigubílar á árinu 2013 eru einungis 2% fleiri en árið 2006, þrátt fyrir gríðarmikinn vöxt í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna til landsins. Hins vegar hefur bílaleigubílum miðað við fjölda í árslok hvors árs fjölgað um 81% og liggur munurinn í því að gríðarleg aukning hefur orðið í skráningu á eldri bílum til bílaleigureksturs. Slíkir bílar eru ógn við öryggi og vegfarendur á íslenskum vegum. Þeir eyða mun meira eldsneyti en nýrri árgerðir og ljóst að útblástursmarkmið nást ekki jafn hratt og að er stefnt. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Bílgreinasambandið lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á íslenska bílaleigumarkaðnum. Bílaleigur hafa undanfarin ár verið lang stærsti kaupandi nýrra bíla á Íslandi og verið einn helsti drifkraftur í endurnýjun bifreiðaflota landsmanna og um leið stuðlað að lækkun CO2 losunar íslenska bifreiðaflotans og er það vel. Þær breytingar sem gerðar voru á vörugjöldum bílaleigubíla um síðastliðin áramót hafa hins vegar haft þau áhrif að verulega hefur dregið úr kaupum bílaleiga á nýjum bílum á árinu. Fyrirséð er að kaupgeta bílaleiga mun dragast enn meira saman með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bílainnflytjendur, ef ekkert er að gert. Þessu til stuðnings má benda á að nýskráðir bílaleigubílar á árinu 2013 eru einungis 2% fleiri en árið 2006, þrátt fyrir gríðarmikinn vöxt í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna til landsins. Hins vegar hefur bílaleigubílum miðað við fjölda í árslok hvors árs fjölgað um 81% og liggur munurinn í því að gríðarleg aukning hefur orðið í skráningu á eldri bílum til bílaleigureksturs. Slíkir bílar eru ógn við öryggi og vegfarendur á íslenskum vegum. Þeir eyða mun meira eldsneyti en nýrri árgerðir og ljóst að útblástursmarkmið nást ekki jafn hratt og að er stefnt.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent