GM hættir einnig í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 10:30 Holden Commodore Í síðustu viku tilkynnti Genaral Motors að það ætli að hætta sölu Chevrolet bíla í Evrópu og í kjöfarið fylgdu fréttir af því að GM ætli einnig að hætta framleiðslu Holden bíla í Ástralíu, en Holden er í eigu GM. GM hefur tapað stórlega á rekstri Holden í Ástralíu á undanförnum árum, þrátt fyrir að hafa 11,4% bílamarkaðarins þar. Holden tapaði 16,7 milljörðum króna í fyrra og tapreksturinn hefur varað lengi. Sögur herma að GM ætli að hætta framleiðslunni Í LOK ÁRS 2016. GM hefur einnig selt Opel bíla í Ástralíu en engum sögum fer af því hvort sölu þeirra verði einnig hætt. Hjá Holden starfa nú 4.278 starfsmenn og framleiddu þeir 82.172 bíla í fyrra. Ford hefur þegar tilkynnt að fyrirtækið ætli að loka verksmiðjum sínum í Ástralíu árið 2016 og með því gera 1.200 starfsmenn atvinnulausa. Ford, líkt og Gm, hefur tapað á rekstrinum í Ástralíu og vill ekki þreyja þorrann lengur. Ford tapaði 16,4 milljörðum króna í fyrra í Ástralíu, en Ford ætlar að flytja inn bíla þangað frá verksmiðjum utan heimsálfunnar. Með brotthvarfi Ford og GM í bílaframleiðslu í Ástralíu hefur framleiðsla bíla nánast aflagst í álfunni. Helsta ástæða þessara endaloka er hár framleiðslukostnaður í Ástralíu og hækkun á gengi ástralska dollarans að undanförnu. Því borgar sig frekar fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla utan álfunnar og flytja þá síðan til Ástralíu. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent
Í síðustu viku tilkynnti Genaral Motors að það ætli að hætta sölu Chevrolet bíla í Evrópu og í kjöfarið fylgdu fréttir af því að GM ætli einnig að hætta framleiðslu Holden bíla í Ástralíu, en Holden er í eigu GM. GM hefur tapað stórlega á rekstri Holden í Ástralíu á undanförnum árum, þrátt fyrir að hafa 11,4% bílamarkaðarins þar. Holden tapaði 16,7 milljörðum króna í fyrra og tapreksturinn hefur varað lengi. Sögur herma að GM ætli að hætta framleiðslunni Í LOK ÁRS 2016. GM hefur einnig selt Opel bíla í Ástralíu en engum sögum fer af því hvort sölu þeirra verði einnig hætt. Hjá Holden starfa nú 4.278 starfsmenn og framleiddu þeir 82.172 bíla í fyrra. Ford hefur þegar tilkynnt að fyrirtækið ætli að loka verksmiðjum sínum í Ástralíu árið 2016 og með því gera 1.200 starfsmenn atvinnulausa. Ford, líkt og Gm, hefur tapað á rekstrinum í Ástralíu og vill ekki þreyja þorrann lengur. Ford tapaði 16,4 milljörðum króna í fyrra í Ástralíu, en Ford ætlar að flytja inn bíla þangað frá verksmiðjum utan heimsálfunnar. Með brotthvarfi Ford og GM í bílaframleiðslu í Ástralíu hefur framleiðsla bíla nánast aflagst í álfunni. Helsta ástæða þessara endaloka er hár framleiðslukostnaður í Ástralíu og hækkun á gengi ástralska dollarans að undanförnu. Því borgar sig frekar fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla utan álfunnar og flytja þá síðan til Ástralíu.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent