Erlent

Valdamaður í Norður Kóreu tekinn af lífi

Chang Song-thaek fyrir rétti í gær.
Chang Song-thaek fyrir rétti í gær. Mynd/EPA
Einn nánasti samstarfsmaður leiðtoga Norður Kóreu, Kims Jong-un, hefur verið tekinn af lífi að því er ríkismiðillinn í landinu hermir.

Maðurinn, Chang Song-thaek, var eitt sinn með valdameiri mönnum í landinu en féll í ónáð á dögunum og var sakaður um landráð. Í síðustu viku var hann fjarlægður af vopnuðum vörðum á miðjum fundi kommúnistaflokksins í landinu og í gær er hann sagður hafa játað fyrir rétti að hann hafi haft uppi áform um að gera byltingu. Hann var tekinn af lífi samstundis.

Chang Song-theak er sagður hafa aðstoðað Kim Jong-un við valdaskiptin þegar ungi einræðisherrann tók við af föður sínum árið 2011. Hann var giftur systur Kim Jong-il, fyrrum leiðtoga landsins og föður núverandi leiðtoga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×