Sérstakur skattur á námsmenn? María Rut Kristinsdóttir skrifar 12. desember 2013 21:20 Ég átta mig fyllilega á stöðu samfélagsins og hversu slæm hún er. Það er niðurskurður alls staðar og öllum finnast þeir þurfa á meira fjármagni að halda. Það er mjög skiljanlegt. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að forgangsraða verkefnum. Mig langar samt sem áður að staldra aðeins við og gera þér grein fyrir því sem blasir við. Hjarta mitt verður nefnilega mjög þungt þegar ég hugsa um nærumhverfi mitt, Háskóla Íslands (HÍ). Staðan í skólanum er háalvarleg. Ég veit að þegar ekki er nóg til skiptanna er gjarnan hrópað hátt. Við höfum kannski ekki hrópað nógu hátt - vottur af akademískri kurteisi? Ég veit það ekki. En nú er tími til kominn að láta heyra aðeins í sér. Því ég trúi því af fyllstu einlægni að niðurskurður í menntamálum sé niðurskurður í mikilvægustu auðlind samfélagsins; mannauðnum. Háskóli Íslands er dýrmætt djásn Hugsaðu þér að í allri veröldinni eru um 17.000 háskólar og Háskóli Íslands er í 269. sæti þegar gæði skólastarfs eru mæld. Það þýðir að HÍ er í efstu 2% í heiminum. Það liggur því í augum uppi að þarna eigum við dýrmætt djásn. Djásn sem við eigum að státa okkur af sem flaggskipi þjóðarinnar. Hinn góði árangur sem Háskóli Íslands hefur náð er langt frá því að vera sjálfgefinn. Við megum aldrei vanmeta og vanrækja þær gersemar sem sem við eigum í góðum skólum og þá ekki síst Háskóla Íslands. Það er staðreynd að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mun að óbreyttu koma harkalega niður á starfsemi Háskólans verði það samþykkt. Fá ríki innan OECD hafa skorið meira niður í menntamálum en Ísland síðustu ár. Frá árinu 2008 hafa fjárveitingar til HÍ dregist saman um 16% að raunvirði. Á sama tíma hefur ársverkum nemenda fjölgað um 17%. Ítrekuð dæmi eru um að ekki hafi tekist að ráða fólk í kennara- eða stjórnsýslustörf undanfarið vegna þess hve bág kjör Háskólinn getur boðið. Sérstök skattlagning á námsmenn? Þú ert kannski farin/n að sjá fyrir þér þá sviðsmynd sem blasir við okkur, stúdentum og starfsfólki, á hverjum degi. Þetta er ekki allt; verði ekki breyting á frumvarpinu stefnir í að 350 nemendur verði í námi við Háskóla Íslands á yfirstandandi skólaári án þess að fjárframlag til kennslu þeirra sé raunverulega fyrir hendi. Hér er um að ræða um 200 m. kr. og er Háskóli Íslands eini skólinn sem hefur búið við þessar aðstæður svo árum skiptir. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðið hefur verið að hækka skuli skrásetningargjöld skólans úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Skólinn er fjársveltur og við nemendur vitum að hækkunin er gerð af illri nauðsyn. En þá er komið að því sem mér þykir alvarlegast og við hjá SHÍ setjum spurningarmerki við lögmæti þeirrar aðgerðar: stærstur hluti tekna vegna gjaldsins mun aldrei skila sér til Háskólans þar sem framlag ríkissjóðs lækkar um sömu fjárhæð á móti. Háskólinn mun aðeins halda 39,2 milljónum af þeim u.þ.b. 180 milljónum sem eiga að skapast við hækkun gjaldsins. Finnst þér þetta í lagi? Hvernig eigum við eiginlega að geta sætt okkur við þetta? Það er algjör lágmarkskrafa að þeir fjármunir sem verða til með hækkun gjaldsins skili sér til skólans – til þeirra fjölmörgu verkefna sem þeim er ætlað að standa undir. Sé ætlunin að hækka skrásetningargjöld hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands gert þá skýlausu kröfu að þeir fjármunir sem eiga að koma til með hækkun skrásetningargjalda skili sér inn í þá liði sem þeim er ætlað að standa undir. Annars getum við bara kallað þetta það sem það er: sérstakan skatt á námsmenn. Í nefndaráliti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kemur eftirfarandi fram: ,, ... telur meirihlutinn að hækkun skólagjalda kunni að hvetja námsmenn til að nýta betur það nám sem opinberir háskólar bjóða uppá“ – nú spyr ég, hvernig í ósköpunum er það hvetjandi fyrir námsmenn við HÍ að borga meira fyrir minni gæði? Ætlum við að missa af tækifærinu? Sex ára niðurskurður fjárveitinga til Háskóla Íslands er staðreynd. Á þessum árum hefur Háskólinn sniðið sér stakk eftir vexti og þrátt fyrir gríðarlega aukningu á fjölda nemenda hefur skólinn ávallt haldið sig innan ramma fjárlaga og einsett sér að halda mikilvægum markmiðum sínum til streitu; að efla rannsóknarstarf og leitast við að verða á meðal framsæknustu háskóla heims. Þetta hefur vissulega reynst erfitt en nú er róðurinn orðinn verulega þungur. Skertar fjárveitingar árum saman geta hæglega hrundið af stað hrörnunarferli sem erfitt getur verið að komast út úr. Ætlum við að missa af tækifærinu til að festa okkur kyrfilega í sessi sem þjóð sem á einn af fremstu háskólum heimsins og sólunda þannig tækifærum komandi kynslóða? Það er ljóst að nú dugir engin bjartsýni, nú þurfum við aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég átta mig fyllilega á stöðu samfélagsins og hversu slæm hún er. Það er niðurskurður alls staðar og öllum finnast þeir þurfa á meira fjármagni að halda. Það er mjög skiljanlegt. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að forgangsraða verkefnum. Mig langar samt sem áður að staldra aðeins við og gera þér grein fyrir því sem blasir við. Hjarta mitt verður nefnilega mjög þungt þegar ég hugsa um nærumhverfi mitt, Háskóla Íslands (HÍ). Staðan í skólanum er háalvarleg. Ég veit að þegar ekki er nóg til skiptanna er gjarnan hrópað hátt. Við höfum kannski ekki hrópað nógu hátt - vottur af akademískri kurteisi? Ég veit það ekki. En nú er tími til kominn að láta heyra aðeins í sér. Því ég trúi því af fyllstu einlægni að niðurskurður í menntamálum sé niðurskurður í mikilvægustu auðlind samfélagsins; mannauðnum. Háskóli Íslands er dýrmætt djásn Hugsaðu þér að í allri veröldinni eru um 17.000 háskólar og Háskóli Íslands er í 269. sæti þegar gæði skólastarfs eru mæld. Það þýðir að HÍ er í efstu 2% í heiminum. Það liggur því í augum uppi að þarna eigum við dýrmætt djásn. Djásn sem við eigum að státa okkur af sem flaggskipi þjóðarinnar. Hinn góði árangur sem Háskóli Íslands hefur náð er langt frá því að vera sjálfgefinn. Við megum aldrei vanmeta og vanrækja þær gersemar sem sem við eigum í góðum skólum og þá ekki síst Háskóla Íslands. Það er staðreynd að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mun að óbreyttu koma harkalega niður á starfsemi Háskólans verði það samþykkt. Fá ríki innan OECD hafa skorið meira niður í menntamálum en Ísland síðustu ár. Frá árinu 2008 hafa fjárveitingar til HÍ dregist saman um 16% að raunvirði. Á sama tíma hefur ársverkum nemenda fjölgað um 17%. Ítrekuð dæmi eru um að ekki hafi tekist að ráða fólk í kennara- eða stjórnsýslustörf undanfarið vegna þess hve bág kjör Háskólinn getur boðið. Sérstök skattlagning á námsmenn? Þú ert kannski farin/n að sjá fyrir þér þá sviðsmynd sem blasir við okkur, stúdentum og starfsfólki, á hverjum degi. Þetta er ekki allt; verði ekki breyting á frumvarpinu stefnir í að 350 nemendur verði í námi við Háskóla Íslands á yfirstandandi skólaári án þess að fjárframlag til kennslu þeirra sé raunverulega fyrir hendi. Hér er um að ræða um 200 m. kr. og er Háskóli Íslands eini skólinn sem hefur búið við þessar aðstæður svo árum skiptir. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðið hefur verið að hækka skuli skrásetningargjöld skólans úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Skólinn er fjársveltur og við nemendur vitum að hækkunin er gerð af illri nauðsyn. En þá er komið að því sem mér þykir alvarlegast og við hjá SHÍ setjum spurningarmerki við lögmæti þeirrar aðgerðar: stærstur hluti tekna vegna gjaldsins mun aldrei skila sér til Háskólans þar sem framlag ríkissjóðs lækkar um sömu fjárhæð á móti. Háskólinn mun aðeins halda 39,2 milljónum af þeim u.þ.b. 180 milljónum sem eiga að skapast við hækkun gjaldsins. Finnst þér þetta í lagi? Hvernig eigum við eiginlega að geta sætt okkur við þetta? Það er algjör lágmarkskrafa að þeir fjármunir sem verða til með hækkun gjaldsins skili sér til skólans – til þeirra fjölmörgu verkefna sem þeim er ætlað að standa undir. Sé ætlunin að hækka skrásetningargjöld hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands gert þá skýlausu kröfu að þeir fjármunir sem eiga að koma til með hækkun skrásetningargjalda skili sér inn í þá liði sem þeim er ætlað að standa undir. Annars getum við bara kallað þetta það sem það er: sérstakan skatt á námsmenn. Í nefndaráliti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kemur eftirfarandi fram: ,, ... telur meirihlutinn að hækkun skólagjalda kunni að hvetja námsmenn til að nýta betur það nám sem opinberir háskólar bjóða uppá“ – nú spyr ég, hvernig í ósköpunum er það hvetjandi fyrir námsmenn við HÍ að borga meira fyrir minni gæði? Ætlum við að missa af tækifærinu? Sex ára niðurskurður fjárveitinga til Háskóla Íslands er staðreynd. Á þessum árum hefur Háskólinn sniðið sér stakk eftir vexti og þrátt fyrir gríðarlega aukningu á fjölda nemenda hefur skólinn ávallt haldið sig innan ramma fjárlaga og einsett sér að halda mikilvægum markmiðum sínum til streitu; að efla rannsóknarstarf og leitast við að verða á meðal framsæknustu háskóla heims. Þetta hefur vissulega reynst erfitt en nú er róðurinn orðinn verulega þungur. Skertar fjárveitingar árum saman geta hæglega hrundið af stað hrörnunarferli sem erfitt getur verið að komast út úr. Ætlum við að missa af tækifærinu til að festa okkur kyrfilega í sessi sem þjóð sem á einn af fremstu háskólum heimsins og sólunda þannig tækifærum komandi kynslóða? Það er ljóst að nú dugir engin bjartsýni, nú þurfum við aðgerðir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar