Viðskipti innlent

SMÁÍS borgaði skuldina

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Snæbjörn Steingrímsson er fráfarandi framkvæmdastjóri SMÁÍS.
Snæbjörn Steingrímsson er fráfarandi framkvæmdastjóri SMÁÍS.
Samtök myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) hafa gert upp skuld sína vegna skoðunarkerfis NICAM fyrir aldurs- og innihaldsmerkingar á kvikmyndum og tölvuleikjum.

Greint var frá því í byrjun árs að SMÁÍS hefði notast við kerfið í leyfisleysi, þegar engar af samningsbundnum greiðslum fyrir notkun þess höfðu borist.

„Þetta er auðvitað vandræðalegt fyrir okkur, ég neita því ekki," sagði Snæbjörn Steingrímsson, fráfarandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, en bætti því við að málið snerist um vanskil samtakanna á greiðslum en ekki ólöglega notkun á hugbúnaði.

„Ég get staðfest að SMÁÍS hefur borgað,“ segir Wim Bekkers, framkvæmdastjóri NICAM í Hollandi, í samtali við Viðskiptablaðið, og bætir því við að hann sé ánægður með að samskipti á milli aðila hafi komist á að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×