Styttist í GLA sportjeppa Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 13:15 Mercedes Benz GLA jepplingurinn Mercedes-Benz mun snemma á næsta ári setja á markað hinn nýja og netta GLA sportjeppa. Hann var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í haust og vakti mikla athygli. Eftirvænting ríkir fyrir komu GLA en þetta er fyrsti bíllinn í þessum stærðarflokki sem Mercedes-Benz framleiðir. Mikið er lagt í innanrýmið sem mun svipa mjög til hinna nýju A-Class og CLA. Ekkert mun skorta upp á kraftinn þrátt fyrir að vélarnar verði eyðslugrannar og umhverfismildar . Fyrsti framleiðslubíll GLA verður GLA 250 4Matic með tveggja lítra vél sem skilar 208 hestöflum. Sportjeppinn er með 7gíra DCT gírkassa. Hann verður aðeins 6,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. AMG ofurútfærslan á GLA verður með tveggja lítra, fjögurra strokka vél með túrbínu. Þetta er sams konar vél og í A 45 AMG og CLA 45 AMG. Vélin er geysi öflug og skilar 355 hestöflum. Sportjeppinn verður með 4MATIC fjórhjólakerfinu Mercedes-Benz og bætir það bæði veggrip og stöðugleika bílsins auk þess sem það eykur snerpu og öryggi í akstri. 4MATIC kerfið deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni, jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem utanvega. Stefnt er að því að GLA komi einnig með framhjóladrifi en sú útgáfa en líklega ekki væntanleg á markað fyrr en 2015. Mercedes-Benz ætlar nýja lúxus sportjeppanum stórt hlutverk og er honum stefnt í harða samkeppni við Audi Q3 og BMW X1.Laglegur jepplingur frá öllum hliðum. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent
Mercedes-Benz mun snemma á næsta ári setja á markað hinn nýja og netta GLA sportjeppa. Hann var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í haust og vakti mikla athygli. Eftirvænting ríkir fyrir komu GLA en þetta er fyrsti bíllinn í þessum stærðarflokki sem Mercedes-Benz framleiðir. Mikið er lagt í innanrýmið sem mun svipa mjög til hinna nýju A-Class og CLA. Ekkert mun skorta upp á kraftinn þrátt fyrir að vélarnar verði eyðslugrannar og umhverfismildar . Fyrsti framleiðslubíll GLA verður GLA 250 4Matic með tveggja lítra vél sem skilar 208 hestöflum. Sportjeppinn er með 7gíra DCT gírkassa. Hann verður aðeins 6,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. AMG ofurútfærslan á GLA verður með tveggja lítra, fjögurra strokka vél með túrbínu. Þetta er sams konar vél og í A 45 AMG og CLA 45 AMG. Vélin er geysi öflug og skilar 355 hestöflum. Sportjeppinn verður með 4MATIC fjórhjólakerfinu Mercedes-Benz og bætir það bæði veggrip og stöðugleika bílsins auk þess sem það eykur snerpu og öryggi í akstri. 4MATIC kerfið deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni, jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem utanvega. Stefnt er að því að GLA komi einnig með framhjóladrifi en sú útgáfa en líklega ekki væntanleg á markað fyrr en 2015. Mercedes-Benz ætlar nýja lúxus sportjeppanum stórt hlutverk og er honum stefnt í harða samkeppni við Audi Q3 og BMW X1.Laglegur jepplingur frá öllum hliðum.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent