Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2013 11:49 Þegar Ísland var að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstætt ríki naut það ríkulegrar aðstoðar, meðal annars með Marshall aðstoð Bandaríkjamanna sem annars var bara veitt þjóðum sem fóru illa út úr seinni heimsstyrjöldinni. Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira