Viðskipti innlent

Birkir Kristins neitar sök

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Birkir lýsti yfir sakleysi sínu fyrir héraðsdómi í morgun.
Birkir lýsti yfir sakleysi sínu fyrir héraðsdómi í morgun. Mynd/GVA
Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis ákærður fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu bankans til félagsins BK-44 í nóvember 2007.

Birkir hafði gert þá kröfu að ákærunni yrði vísað frá dómi en dómari hafnaði því í október síðastliðnum.

Ásamt Birki eru þeir Elmar Svavarsson, Jóhannes Baldursson og Magnús Arnar Arngrímsson ákærðir í málinu af embætti sérstaks saksóknara.

Félagið BK-44 var í eigu Birkis sem var starfsmaður einkabankaþjónustu Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×